HBO í Evrópu og Walter Presents kaupa sýningarréttinn af Rétti Sæunn Gísladóttir skrifar 21. október 2016 15:50 Baldvin Z. leikstýrði Rétti. Vísir/Vilhelm Spennuþáttaröðin Réttur sem Sagafilm framleiddi á síðasta ári verður sýnd á Walter Presents; VOD þjónustu Channel 4 í Bretlandi. Walter Presents er nýr möguleiki fyrir sjónvarpsáhorfendur í Bretlandi, í eigu Channel 4 og Global Series Network og er stýrt af Walter Iuzzolino. Hinn ítalski Iuzzonlino hefur starfað við sjónvarpsframleiðslu í áratugi og leggur sérstaka áherslu á að kynna sjónvarpsefni sem framleitt er annars staðar en í Bandaríkjunum og Bretlandi. Réttur, sem hlotið hefur nafnið Case er í góðum félagsskap þáttaraða á borð við Borgen, The Killing og Broen, og fer Iuzzolino fögrum orðum um norrænt sjónvarpsefni. Fram kemur í tilkynningu að HBO í Evrópu hefur einnig tryggt sér sýningarréttinn af Rétti og munu spennuþyrstir sjónvarpsáhorfendur í Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi njóta þáttanna, svo einhverjir séu nefndir, en réttur HBO nær um austanverða Evrópu. Dreifingarfyrirtækið Red Arrow International sér um dreifingu Case á heimsvísu og Henrik Pabst, forstjóri er himinlifandi yfir sölunni til Channel 4 og HBO og segir íslenskt sjónvarpsefni eiga fullt erindi á ólíka markaði. Forstjóri Sagafilm, Guðný Guðjónsdóttir segir þetta jákvæða þróun; "Það er mikill áhugi á íslenskum sjónvarpsþáttaröðum erlendis um þessar mundir. Þetta sýnir enn frekar mikilvægi þess að styðja við framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni í gegnum sjónvarpssjóðinn hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Hver króna sem úthlutað er í gegnum sjóðinn, dregur að sér 2 til 3 krónur erlendis frá; fjármagn sem fer í að framleiða hágæða íslenskar sjónvarpsseríur fyrir íslenska áhorfendur en hafa einnig alla möguleika á að njóta vinsælda á alþjóðlegum afþreyingarmörkuðum." Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu Sagafilm segir að samningurinn ýti undir áhuga erlendra sjónvarpsstöðva og dreifingarfyrirtækja á öðrum sjónvarpsverkefnum sem Sagafilm er að þróa. "Við erum í fjármögnun á sex nýjum sjónvarpsþáttaröðum og tveimur kvikmyndum sem fara í upptökur á næstu tveimur árum. Hinsvegar, þegar Kvikmyndasjóður er fjársveltur þurfum við að treysta meira á erlent fjármagn og þá tekur þetta eðlilega lengri tíma en við erum bjartsýn enda með frábær verkefni í höndunum." Kjartan Þór Þórðarson, eigandi og framkvæmdastjóri Sagafilm Nordic sem staðsett er í Stokkhólmi, vinnur að sölu- og dreifingu framleiðslu Sagafilm erlendis segir þetta stóran áfanga. “Samningarnir við Walter Presents og HBO eru staðfesting á því sem við höfum alltaf haft fulla trú á og stefnt að, nefnilega að íslenskt sjónvarpsefni sé fullkomlega samkeppnishæft á öðrum mörkuðum en okkar eigin. Þetta er bara byrjunin og ég er sannfærður um að CASE á eftir að fara víða á næstunni.” Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Spennuþáttaröðin Réttur sem Sagafilm framleiddi á síðasta ári verður sýnd á Walter Presents; VOD þjónustu Channel 4 í Bretlandi. Walter Presents er nýr möguleiki fyrir sjónvarpsáhorfendur í Bretlandi, í eigu Channel 4 og Global Series Network og er stýrt af Walter Iuzzolino. Hinn ítalski Iuzzonlino hefur starfað við sjónvarpsframleiðslu í áratugi og leggur sérstaka áherslu á að kynna sjónvarpsefni sem framleitt er annars staðar en í Bandaríkjunum og Bretlandi. Réttur, sem hlotið hefur nafnið Case er í góðum félagsskap þáttaraða á borð við Borgen, The Killing og Broen, og fer Iuzzolino fögrum orðum um norrænt sjónvarpsefni. Fram kemur í tilkynningu að HBO í Evrópu hefur einnig tryggt sér sýningarréttinn af Rétti og munu spennuþyrstir sjónvarpsáhorfendur í Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi njóta þáttanna, svo einhverjir séu nefndir, en réttur HBO nær um austanverða Evrópu. Dreifingarfyrirtækið Red Arrow International sér um dreifingu Case á heimsvísu og Henrik Pabst, forstjóri er himinlifandi yfir sölunni til Channel 4 og HBO og segir íslenskt sjónvarpsefni eiga fullt erindi á ólíka markaði. Forstjóri Sagafilm, Guðný Guðjónsdóttir segir þetta jákvæða þróun; "Það er mikill áhugi á íslenskum sjónvarpsþáttaröðum erlendis um þessar mundir. Þetta sýnir enn frekar mikilvægi þess að styðja við framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni í gegnum sjónvarpssjóðinn hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Hver króna sem úthlutað er í gegnum sjóðinn, dregur að sér 2 til 3 krónur erlendis frá; fjármagn sem fer í að framleiða hágæða íslenskar sjónvarpsseríur fyrir íslenska áhorfendur en hafa einnig alla möguleika á að njóta vinsælda á alþjóðlegum afþreyingarmörkuðum." Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu Sagafilm segir að samningurinn ýti undir áhuga erlendra sjónvarpsstöðva og dreifingarfyrirtækja á öðrum sjónvarpsverkefnum sem Sagafilm er að þróa. "Við erum í fjármögnun á sex nýjum sjónvarpsþáttaröðum og tveimur kvikmyndum sem fara í upptökur á næstu tveimur árum. Hinsvegar, þegar Kvikmyndasjóður er fjársveltur þurfum við að treysta meira á erlent fjármagn og þá tekur þetta eðlilega lengri tíma en við erum bjartsýn enda með frábær verkefni í höndunum." Kjartan Þór Þórðarson, eigandi og framkvæmdastjóri Sagafilm Nordic sem staðsett er í Stokkhólmi, vinnur að sölu- og dreifingu framleiðslu Sagafilm erlendis segir þetta stóran áfanga. “Samningarnir við Walter Presents og HBO eru staðfesting á því sem við höfum alltaf haft fulla trú á og stefnt að, nefnilega að íslenskt sjónvarpsefni sé fullkomlega samkeppnishæft á öðrum mörkuðum en okkar eigin. Þetta er bara byrjunin og ég er sannfærður um að CASE á eftir að fara víða á næstunni.”
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent