Frammámönnum í Þjóðfylkingunni vísað á dyr og hótað lögregluvaldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2016 11:51 Gunnlaugur Ingvarsson segist afar ósáttur. vísir/vilhelm Fjórir flokksmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar voru reknir úr flokknum í gær og þeim hótað lögregluvaldi eftir að upp úr sauð á flokksstjórnarfundi í gærkvöldi. Ólga hefur verið innan flokksins eftir að oddvitar Reykjavíkurkjördæmanna tveggja, þeir Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, drógu framboð sín til baka skömmu áður en skila átti inn framboðslistum. Gunnlaugur segir að lesin hafi verið upp yfirlýsing á fundinum þess efnis að þeir einstaklingar sem dregið hafa framboð sín til baka; hann sjálfur, Gústaf, Inga Guðrún Halldórsdóttir og Svanhvít Brynja Tómasdóttir, væru ekki lengur velkomin í flokkinn.Sjá einnig:Sakar Gústaf um stuld á gögnum „Það varð allt gjörsamlega vitlaust á þessum fundi og okkur var vísað á dyr þarna, þessari svokölluðu fjórmenningaklíku. Þarna var lesin upp yfirlýsing af formanninum þar sem hann sagði að við værum rekin úr flokknum og flokksstjórninni og hótuðu lögregluvaldi til að láta henda okkur út,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi, en hann telur að um fimmtán manns hafi verið á umræddum flokksstjórnarfundi sem haldinn var á skrifstofu flokksins í Hafnarfirði. Hann segir það af og frá að þau fjögur hafi eyðilagt framboð flokksins. Það sé að öllu leyti við formanninn að sakast, sem hafi sýnt þeim algjört vantraust. „Ég er rosalega ósáttur við að fólk sé að kenna okkur um, að við séum að eyðileggja eitthvað. Eyðileggingin var gjörsamlega formannsins sjálfs og þeirrar klíku í kringum hann. Ég vísa allri ábyrgð á hendur því að framboðið komi ekki fram í Reykjavík á hendur formanninum.“ Aðspurður segist Gunnlaugur hafa talið að tilefni fundarins hafi verið að boða til auka landsfundar. „Þannig að flokkurinn gæti kosið sér nýja forystu eftir að hafa krassað undir forystu Helga Helgasonar formanns.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. 16. október 2016 10:26 Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Fjórir flokksmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar voru reknir úr flokknum í gær og þeim hótað lögregluvaldi eftir að upp úr sauð á flokksstjórnarfundi í gærkvöldi. Ólga hefur verið innan flokksins eftir að oddvitar Reykjavíkurkjördæmanna tveggja, þeir Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, drógu framboð sín til baka skömmu áður en skila átti inn framboðslistum. Gunnlaugur segir að lesin hafi verið upp yfirlýsing á fundinum þess efnis að þeir einstaklingar sem dregið hafa framboð sín til baka; hann sjálfur, Gústaf, Inga Guðrún Halldórsdóttir og Svanhvít Brynja Tómasdóttir, væru ekki lengur velkomin í flokkinn.Sjá einnig:Sakar Gústaf um stuld á gögnum „Það varð allt gjörsamlega vitlaust á þessum fundi og okkur var vísað á dyr þarna, þessari svokölluðu fjórmenningaklíku. Þarna var lesin upp yfirlýsing af formanninum þar sem hann sagði að við værum rekin úr flokknum og flokksstjórninni og hótuðu lögregluvaldi til að láta henda okkur út,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi, en hann telur að um fimmtán manns hafi verið á umræddum flokksstjórnarfundi sem haldinn var á skrifstofu flokksins í Hafnarfirði. Hann segir það af og frá að þau fjögur hafi eyðilagt framboð flokksins. Það sé að öllu leyti við formanninn að sakast, sem hafi sýnt þeim algjört vantraust. „Ég er rosalega ósáttur við að fólk sé að kenna okkur um, að við séum að eyðileggja eitthvað. Eyðileggingin var gjörsamlega formannsins sjálfs og þeirrar klíku í kringum hann. Ég vísa allri ábyrgð á hendur því að framboðið komi ekki fram í Reykjavík á hendur formanninum.“ Aðspurður segist Gunnlaugur hafa talið að tilefni fundarins hafi verið að boða til auka landsfundar. „Þannig að flokkurinn gæti kosið sér nýja forystu eftir að hafa krassað undir forystu Helga Helgasonar formanns.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. 16. október 2016 10:26 Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00
Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. 16. október 2016 10:26
Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00
Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41