NTC fagnar 40 ára afmæli Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 21. október 2016 09:30 Svava Johansen, eigandi Northern Trading Company, fagnar fjörutíu ára afmæli fyrirtækisins. Visir/Anton „Við ætlum að vera með afmælisviku í verslunum okkar 25.-29. október þar sem við verðum með fjölbreytta dagskrá og afmælistilboð. Einnig verðum við með partí í nýbreyttri verslun Gallerí 17 Kringlunni fimmtudagskvöldið 27. október, þar sem við bjóðum upp á veitingar, verðum með lukkuhjól og Instagram-leik. Öllum velunnurum, viðskiptavinum, og núverandi og fyrrverandi starfsfólki er boðið,“ segir Svava Johansen, eigandi NTC, en verslunarkeðjan, fagnar nú 40 ára afmæli fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur í fjörutíu ár verið leiðandi í innflutningi, framleiðslu og sölu á tískufatnaði á Íslandi. Fyrirtækið er byggt á grunni heildsölu sem var stofnuð um miðja síðustu öld en verslunarrekstur hófst árið 1976 þegar verslunin Sautján var opnuð á Laugavegi 46. „Ég kom sjálf inn í reksturinn þegar verslunin var á Laugavegi 51, 100 fermetra verslun. Verslanir NTC eru 16 talsins í dag en sú sautjánda verður opnuð nú um mánaðamótin í Kringlunni. Þar munu Ásgeir Frank, 20 ára sonur minn, og æskuvinur hans, Einar Sveinn opna nýja flotta herraverslun,“ segir Svava. Það er óhætt að segja að vöxtur fyrirtækisins hófst fyrir alvöru þegar NTC tók þátt í opnun Kringlunnar, fyrstu verslunarmiðstöðvar á Íslandi, árið 1987. Þá opnaði Sautján nýja verslun en fljótlega fjölgaði verslunum þegar bæði SMASH og GS Skór opnuðu. „Fjölbreytni er mjög mikilvæg og tel ég að það eigi stóran þátt í að fyrirtækið hafi lifað svona lengi. Ekki vil ég þó gleyma því að starfsfólkið er númer eitt, og ástæða þess að fyrirtækið hefur lifað svo lengi. Við erum ein fjölskylda – það er ótrúlega margt hæfileikaríkt og dugnaðarfólk sem hefur unnið hér og á það endalaust þakkir fyrir traustið sem það hefur sýnt NTC,“ segir Svava þakklát. Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Við ætlum að vera með afmælisviku í verslunum okkar 25.-29. október þar sem við verðum með fjölbreytta dagskrá og afmælistilboð. Einnig verðum við með partí í nýbreyttri verslun Gallerí 17 Kringlunni fimmtudagskvöldið 27. október, þar sem við bjóðum upp á veitingar, verðum með lukkuhjól og Instagram-leik. Öllum velunnurum, viðskiptavinum, og núverandi og fyrrverandi starfsfólki er boðið,“ segir Svava Johansen, eigandi NTC, en verslunarkeðjan, fagnar nú 40 ára afmæli fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur í fjörutíu ár verið leiðandi í innflutningi, framleiðslu og sölu á tískufatnaði á Íslandi. Fyrirtækið er byggt á grunni heildsölu sem var stofnuð um miðja síðustu öld en verslunarrekstur hófst árið 1976 þegar verslunin Sautján var opnuð á Laugavegi 46. „Ég kom sjálf inn í reksturinn þegar verslunin var á Laugavegi 51, 100 fermetra verslun. Verslanir NTC eru 16 talsins í dag en sú sautjánda verður opnuð nú um mánaðamótin í Kringlunni. Þar munu Ásgeir Frank, 20 ára sonur minn, og æskuvinur hans, Einar Sveinn opna nýja flotta herraverslun,“ segir Svava. Það er óhætt að segja að vöxtur fyrirtækisins hófst fyrir alvöru þegar NTC tók þátt í opnun Kringlunnar, fyrstu verslunarmiðstöðvar á Íslandi, árið 1987. Þá opnaði Sautján nýja verslun en fljótlega fjölgaði verslunum þegar bæði SMASH og GS Skór opnuðu. „Fjölbreytni er mjög mikilvæg og tel ég að það eigi stóran þátt í að fyrirtækið hafi lifað svona lengi. Ekki vil ég þó gleyma því að starfsfólkið er númer eitt, og ástæða þess að fyrirtækið hefur lifað svo lengi. Við erum ein fjölskylda – það er ótrúlega margt hæfileikaríkt og dugnaðarfólk sem hefur unnið hér og á það endalaust þakkir fyrir traustið sem það hefur sýnt NTC,“ segir Svava þakklát.
Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira