Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2016 22:27 Steingrímur J. segir þetta rangt, uppspuna frá rótum og lygi. visir/eyþór/stefán „Mér virðist að heimild fyrir þessari frétt sé nafnlaus slúðurvefur. Þetta er einfaldlega rangt, uppspuni og lygi frá rótum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi. Steingrímur er að tala um fullyrðingar Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar, þess efnis að fyrir lægi einhvers konar samkomulag milli VG og Sjálfstæðisflokks um myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum. Vísir greindi frá þessu nú fyrr í kvöld, reyndi að ná tali af Steingrími þá til að bera þetta undir hann en hafði ekki erindi sem erfiði – stanslaust var á tali hjá Steingrími, enda hann í önnum: Níu dagar til kosninga. „Á þessum ágæta fundi í Grímsey, þar sem stór hluti fullorðinna íbúa sem staddur var í eyjunni mætti, voru engin orð viðhöfð af minni hálfu um ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ég talaði á nákvæmlega sömu nótum um stöðuna í stjórnmálunum að þessu leyti eins og formaður okkar Katrín Jakobsdóttir og við öll höfum gert. Það sem við viljum er að mynda vinstri stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Steingrímur sem furðar sig mjög á því að staðhæfingar sem þessar séu settar fram. Í Facebook-pistli Benedikts, þar sem hann segir þetta samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks fyrirliggjandi er tengt í frásögn af vefmiðlinum Vegginn sem lætur sig kosningarnar miklu varða, en þar eru skrif nafnlaus. „Já, mér finnst umhugsunarefni að formenn stjórnmálasamtaka, sem væntanlega ætlast til þess að þeir séu teknir alvarlega, eins og Benedikt Jóhannesson, hlaupi upp með þvætting af þessu tagi. Þegar frumheimildin er jafn augljóslega ómarktæk eins og hér ber raun vitni.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
„Mér virðist að heimild fyrir þessari frétt sé nafnlaus slúðurvefur. Þetta er einfaldlega rangt, uppspuni og lygi frá rótum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi. Steingrímur er að tala um fullyrðingar Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar, þess efnis að fyrir lægi einhvers konar samkomulag milli VG og Sjálfstæðisflokks um myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum. Vísir greindi frá þessu nú fyrr í kvöld, reyndi að ná tali af Steingrími þá til að bera þetta undir hann en hafði ekki erindi sem erfiði – stanslaust var á tali hjá Steingrími, enda hann í önnum: Níu dagar til kosninga. „Á þessum ágæta fundi í Grímsey, þar sem stór hluti fullorðinna íbúa sem staddur var í eyjunni mætti, voru engin orð viðhöfð af minni hálfu um ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ég talaði á nákvæmlega sömu nótum um stöðuna í stjórnmálunum að þessu leyti eins og formaður okkar Katrín Jakobsdóttir og við öll höfum gert. Það sem við viljum er að mynda vinstri stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Steingrímur sem furðar sig mjög á því að staðhæfingar sem þessar séu settar fram. Í Facebook-pistli Benedikts, þar sem hann segir þetta samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks fyrirliggjandi er tengt í frásögn af vefmiðlinum Vegginn sem lætur sig kosningarnar miklu varða, en þar eru skrif nafnlaus. „Já, mér finnst umhugsunarefni að formenn stjórnmálasamtaka, sem væntanlega ætlast til þess að þeir séu teknir alvarlega, eins og Benedikt Jóhannesson, hlaupi upp með þvætting af þessu tagi. Þegar frumheimildin er jafn augljóslega ómarktæk eins og hér ber raun vitni.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38