Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2016 21:38 Benedikt Jóhannesson segir að Steingrímur J. hafi upplýst um, úti í Grímsey, að VG væri reiðubúið að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi, mun hafa haldið því fram í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar, þá væntanlega með aðkomu Framsóknarflokks – því eins og skoðanakannanir liggja á þessu stigi er tveggja flokka stjórn útilokuð. Þessu heldur Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, en hann er einnig oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, fram í nýlegum pistli á Facebooksíðu sinni. Benedikt, sem vakti verulega athygli í vikunni með því að lýsa yfir að Viðreisn muni ekki ganga inn í samstarf núverandi stjórnarflokka segir Sjálfstæðismenn mislesa þau orð sín markvisst. Og hafi brugðist ókvæða við, til að mynda hafi komið honum á óvart hversu neikvæður Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og einn aðalmálsvari Sjálfstæðisflokksins, væri í garð Viðreisnar. „Hann virðist loka á samstarf við Viðreisn fyrir kosningar,“ segir Benedikt sem segir að ekkert samstarf annað en þetta mynstur: Sjálfstæðis-/Framsóknarflokkur/Viðreisn, hafi verið útilokað af sinni hálfu.Framsóknarmenn allra flokka sameinist Benedikt vendir þá kvæði sínu í kross og segir að hér sé í gangi vel skrifað leikrit, þar sem maðkur sé í mysunni.Benedikt heldur því fram að á bak við tjöldin hafi verið lögð drög að því að VG komi inn í núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosninum.„Í dag kemur í ljós að hér er í gangi vel skrifað leikrit. Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að lýsa því yfir að ekki væru aðrir kostir í boði og hann væri tilneyddur í slíka stjórn, sem þó mun lengi hafa verið í undirbúningi milli Steingríms og forystu Sjálfstæðismanna. Vegna þess að þessir tveir flokkar hafa ekki meirihluta þarf Framsóknarflokkurinn að vera með líka. En Steingrímur hefur gleymt því að stundum berast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum,“ skrifar Benedikt. Hann segir spennandi að sjá hvernig kjósendur muni taka þeim tíðindum, það er stjórn sem hafi hugsað sér að vinna saman undir slagorðinu: „Framsóknarmenn allra flokka, sameinist!“Stangast á við orð Katrínar Vísir reyndi ítrekað að ná tali af Steingrími J. til að bera þetta undir hann en án árangurs. Orð hans virðast stangast á við það sem Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur sagt um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, en hún tók til að mynda afar vel í útspil Pírata þar sem þeir boðuðu til viðræðna VG, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, nú fyrir skemmstu. Kosningar 2016 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi, mun hafa haldið því fram í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar, þá væntanlega með aðkomu Framsóknarflokks – því eins og skoðanakannanir liggja á þessu stigi er tveggja flokka stjórn útilokuð. Þessu heldur Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, en hann er einnig oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, fram í nýlegum pistli á Facebooksíðu sinni. Benedikt, sem vakti verulega athygli í vikunni með því að lýsa yfir að Viðreisn muni ekki ganga inn í samstarf núverandi stjórnarflokka segir Sjálfstæðismenn mislesa þau orð sín markvisst. Og hafi brugðist ókvæða við, til að mynda hafi komið honum á óvart hversu neikvæður Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og einn aðalmálsvari Sjálfstæðisflokksins, væri í garð Viðreisnar. „Hann virðist loka á samstarf við Viðreisn fyrir kosningar,“ segir Benedikt sem segir að ekkert samstarf annað en þetta mynstur: Sjálfstæðis-/Framsóknarflokkur/Viðreisn, hafi verið útilokað af sinni hálfu.Framsóknarmenn allra flokka sameinist Benedikt vendir þá kvæði sínu í kross og segir að hér sé í gangi vel skrifað leikrit, þar sem maðkur sé í mysunni.Benedikt heldur því fram að á bak við tjöldin hafi verið lögð drög að því að VG komi inn í núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosninum.„Í dag kemur í ljós að hér er í gangi vel skrifað leikrit. Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að lýsa því yfir að ekki væru aðrir kostir í boði og hann væri tilneyddur í slíka stjórn, sem þó mun lengi hafa verið í undirbúningi milli Steingríms og forystu Sjálfstæðismanna. Vegna þess að þessir tveir flokkar hafa ekki meirihluta þarf Framsóknarflokkurinn að vera með líka. En Steingrímur hefur gleymt því að stundum berast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum,“ skrifar Benedikt. Hann segir spennandi að sjá hvernig kjósendur muni taka þeim tíðindum, það er stjórn sem hafi hugsað sér að vinna saman undir slagorðinu: „Framsóknarmenn allra flokka, sameinist!“Stangast á við orð Katrínar Vísir reyndi ítrekað að ná tali af Steingrími J. til að bera þetta undir hann en án árangurs. Orð hans virðast stangast á við það sem Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur sagt um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, en hún tók til að mynda afar vel í útspil Pírata þar sem þeir boðuðu til viðræðna VG, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, nú fyrir skemmstu.
Kosningar 2016 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira