Vaxandi ójöfnuður á Íslandi Höskuldur Kári Schram skrifar 20. október 2016 18:30 Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. Spá Alþýðusambandsins, sem nær til næstu tveggja ára, var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag. Spáin er frekar bjartsýn varðandi efnahagsþróun en gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði 4,7 prósent í ár, 5,4 prósent á næsta ári og 2,5 prósent árið 2018. Þá er því einnig spáð að verðbólgan verði lág, atvinnuleysi lítið og að krónan haldi áfram að styrkjast. Aðstæður á húsnæðismarkaði valdi þó áhyggjum og þá sé nauðsynlegt að tryggja efnahags- og félagslegan stöðugleika. „Staðan er býsna góð og horfurnar góðar til næstu ára samkvæmt þessari spá okkar. Við horfum fram á ágætis hagvöxt næstu árin sem byggir á áframhaldandi velgengni í ferðaþjónustunni og aukinni innlendri eftirspurn,“ segir Henný Hinz hagfræðingur ASÍ. Hagfræðingar ASÍ telja þó margt benda til þess að ójöfnuður hér á landi sé að aukast. Ójöfnuður fór vaxandi á árunum fyrir hrun og var mestur árið 2008. Síðan þá fór hann minnkandi en hefur aukist á ný á undanförnum þremur árum. Í dag fá ríkustu 20 prósentin nærri helming allra ráðstöfunartekna og efnamestu 10 prósentin eiga um tvo þriðju af öllum eignum landsins. Þá bendi margt til þess að skattbyrði millitekjuhópa sé að aukast en fari hins vegar minnkandi hjá tekjuhæsta hópnum. Skattkerfisbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili hafi einkum miðað að því að lækka skatta á tekjuhærri heimili og eignafólki og er vísað í afnám auðlegðarskatts og lækkun veiðigjaldi í því samhengi í spá ASÍ. Þá segir ennfremur að skuldaleiðréttingin svokallaða hafi fallið tekjuhærri heimilum i skaut í mun meira mæli en þeim tekjulægri. Henný segir þetta minna á þá þróun sem átti sér stað á árunum fyrir hrun. „Því miður sjáum við vísbendingar um það í nýlegum gögnum að okkur hafi ekki gengið nógu vel að dreifa velsældinni til allra. Það eru teikn um að ójöfnuðu hér fari vaxandi á ný og að hagur þeirra tekjuhæstu hafi batnað umfram aðra hópa,“ segir Henný. Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Vísbendingar eru um að ójöfnuður sé að aukast á ný í íslensku samfélagi samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Ríkasti hluti þjóðarinnar á um tvo þriðju af öllum eignum landsins og fær til sín um helming allra ráðstöfunartekna. Spá Alþýðusambandsins, sem nær til næstu tveggja ára, var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag. Spáin er frekar bjartsýn varðandi efnahagsþróun en gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði 4,7 prósent í ár, 5,4 prósent á næsta ári og 2,5 prósent árið 2018. Þá er því einnig spáð að verðbólgan verði lág, atvinnuleysi lítið og að krónan haldi áfram að styrkjast. Aðstæður á húsnæðismarkaði valdi þó áhyggjum og þá sé nauðsynlegt að tryggja efnahags- og félagslegan stöðugleika. „Staðan er býsna góð og horfurnar góðar til næstu ára samkvæmt þessari spá okkar. Við horfum fram á ágætis hagvöxt næstu árin sem byggir á áframhaldandi velgengni í ferðaþjónustunni og aukinni innlendri eftirspurn,“ segir Henný Hinz hagfræðingur ASÍ. Hagfræðingar ASÍ telja þó margt benda til þess að ójöfnuður hér á landi sé að aukast. Ójöfnuður fór vaxandi á árunum fyrir hrun og var mestur árið 2008. Síðan þá fór hann minnkandi en hefur aukist á ný á undanförnum þremur árum. Í dag fá ríkustu 20 prósentin nærri helming allra ráðstöfunartekna og efnamestu 10 prósentin eiga um tvo þriðju af öllum eignum landsins. Þá bendi margt til þess að skattbyrði millitekjuhópa sé að aukast en fari hins vegar minnkandi hjá tekjuhæsta hópnum. Skattkerfisbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili hafi einkum miðað að því að lækka skatta á tekjuhærri heimili og eignafólki og er vísað í afnám auðlegðarskatts og lækkun veiðigjaldi í því samhengi í spá ASÍ. Þá segir ennfremur að skuldaleiðréttingin svokallaða hafi fallið tekjuhærri heimilum i skaut í mun meira mæli en þeim tekjulægri. Henný segir þetta minna á þá þróun sem átti sér stað á árunum fyrir hrun. „Því miður sjáum við vísbendingar um það í nýlegum gögnum að okkur hafi ekki gengið nógu vel að dreifa velsældinni til allra. Það eru teikn um að ójöfnuðu hér fari vaxandi á ný og að hagur þeirra tekjuhæstu hafi batnað umfram aðra hópa,“ segir Henný.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent