Ingó fer yfir pólitíkina: Telur að kosið verði aftur, vill sjá spítalann á Vífilsstöðum og kaus Ástþór Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2016 11:15 Ingólfur þekkir stjórnmálin mjög vel á Íslandi. „Ég er svona að bíða eftir að einhver komi fram og segist ekki ætla lofa neinu, ekki alltaf vera að lofa einhverri endalausri þvælu,“ segir tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson sem er sérstakur pólitískur rýnir Brennslunnar á FM957. Hann var gestur þáttarins í morgun og fór þar yfir pólitíska landslagið á Íslandi í dag en núna eru aðeins 9 dagar til kosninga. Ingólfur fór meðal annars yfir fyrirkomulag vaxtabóta og líkti því við að ríkið myndi alltaf borga einstaklingi 15.000 krónur áður en hann færi inn í fatabúð. „Fólk tekur ennþá lánin frá bönkunum þá svo að þeir séu að rukka þessa vexti, og svo þarf ríkið að niðurgreiða þetta, meðan bankarnir græða og græða.“ Ingólfur kemur fram með skemmtilega kenningu og telur hann að það verði einfaldlega kosið aftur eftir komandi kosningar. „Ég hugsa að þetta verði nokkuð erfitt og framundan sé erfiðar stjórnarmyndunarviðræður. Núna er VG að mælast ágætlega og Viðreisn gæti komið sterkur inn. Ef þetta lendi í fjögurra flokka stjórn, þá verður samstarfið mjög erfitt,“ segir Ingó sem telur að í framhaldinu þyrfti þá að kjósa aftur. Popparinn fór vel í gegnum fyrirkomulagið á aflaheimildum við Íslandsstrendur og er hann greinilega vel inni í þeim málum. Ingólfur tjáði sig einnig um staðsetningu nýs spítala á höfuðborgarsvæðinu.Vill flytja spítalann „Ég myndi vilja sjá hann upp á Vífilsstöðum. Ég skil vel þau sjónarmið að fólk vilji hafa spítalann nálægt háskólanum en byggðin er orðin svo þétt þar í kring að ég sé það ekki alveg gerast.“ Hann segir að það eigi kannski ekkert mikið eftir að breytast ef Píratar verði stærsti flokkurinn og Smári McCarthy forsætisráðherra. „Það verða kannski einhverjar kerfisbreytingar og stjórnarskránni verður jafnvel breytt, en þá þarf auðvitað að kjósa aftur. Varðandi stjórnarskrána þá myndi ég vilja sjá breytingu þar á og sjá meira jafnvægi í öllum atkvæðum. Ég skil ekki alveg af hverju atkvæði einhvers gaurs á Sauðárkróki gildi tvö eða þrefalt á við mitt, þar sem ég bý hérna upp í Grafarholti. Þetta hvetur til byggðarstefnu, sem þýðir það að flokkarnir fara alltaf út á land og lofa öllu fögru þar.“ Í samtalinu kom fram að Ingólfur hafi kosið Ástþór Magnússon í síðustu forsetakosningum. „Ég vissi alveg að Guðni myndi vinna þetta og mér fannst Ástþór bara eiga skilið að fá nokkur atkvæði. Hann er alltaf niðurlægður í svona kosningum, en samt er hann með alveg ágætar hugmyndir. Hann er bara svo kolklikkaður.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ingó. Kosningar 2016 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
„Ég er svona að bíða eftir að einhver komi fram og segist ekki ætla lofa neinu, ekki alltaf vera að lofa einhverri endalausri þvælu,“ segir tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson sem er sérstakur pólitískur rýnir Brennslunnar á FM957. Hann var gestur þáttarins í morgun og fór þar yfir pólitíska landslagið á Íslandi í dag en núna eru aðeins 9 dagar til kosninga. Ingólfur fór meðal annars yfir fyrirkomulag vaxtabóta og líkti því við að ríkið myndi alltaf borga einstaklingi 15.000 krónur áður en hann færi inn í fatabúð. „Fólk tekur ennþá lánin frá bönkunum þá svo að þeir séu að rukka þessa vexti, og svo þarf ríkið að niðurgreiða þetta, meðan bankarnir græða og græða.“ Ingólfur kemur fram með skemmtilega kenningu og telur hann að það verði einfaldlega kosið aftur eftir komandi kosningar. „Ég hugsa að þetta verði nokkuð erfitt og framundan sé erfiðar stjórnarmyndunarviðræður. Núna er VG að mælast ágætlega og Viðreisn gæti komið sterkur inn. Ef þetta lendi í fjögurra flokka stjórn, þá verður samstarfið mjög erfitt,“ segir Ingó sem telur að í framhaldinu þyrfti þá að kjósa aftur. Popparinn fór vel í gegnum fyrirkomulagið á aflaheimildum við Íslandsstrendur og er hann greinilega vel inni í þeim málum. Ingólfur tjáði sig einnig um staðsetningu nýs spítala á höfuðborgarsvæðinu.Vill flytja spítalann „Ég myndi vilja sjá hann upp á Vífilsstöðum. Ég skil vel þau sjónarmið að fólk vilji hafa spítalann nálægt háskólanum en byggðin er orðin svo þétt þar í kring að ég sé það ekki alveg gerast.“ Hann segir að það eigi kannski ekkert mikið eftir að breytast ef Píratar verði stærsti flokkurinn og Smári McCarthy forsætisráðherra. „Það verða kannski einhverjar kerfisbreytingar og stjórnarskránni verður jafnvel breytt, en þá þarf auðvitað að kjósa aftur. Varðandi stjórnarskrána þá myndi ég vilja sjá breytingu þar á og sjá meira jafnvægi í öllum atkvæðum. Ég skil ekki alveg af hverju atkvæði einhvers gaurs á Sauðárkróki gildi tvö eða þrefalt á við mitt, þar sem ég bý hérna upp í Grafarholti. Þetta hvetur til byggðarstefnu, sem þýðir það að flokkarnir fara alltaf út á land og lofa öllu fögru þar.“ Í samtalinu kom fram að Ingólfur hafi kosið Ástþór Magnússon í síðustu forsetakosningum. „Ég vissi alveg að Guðni myndi vinna þetta og mér fannst Ástþór bara eiga skilið að fá nokkur atkvæði. Hann er alltaf niðurlægður í svona kosningum, en samt er hann með alveg ágætar hugmyndir. Hann er bara svo kolklikkaður.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ingó.
Kosningar 2016 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira