Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 13:55 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og starfandi forsætisráðherra kom á fund til forseta Guðna Th. Jóhannessonar rétt fyrir klukkan 13 í dag en hann er sá fjórði í röðinni til að mæta á Bessastaði til að ræða komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hann vildi ekkert ræða við fjölmiðla fyrir fundinn með forsetanum og gaf lítið upp eftir fundinn. Sigurður sagði Framsóknarflokkinn vera ábyrgan stjórnmálaflokk sem þekkti það vel að vera í ríkisstjórn en hann vildi ekkert gefa upp um það hvað þeir Guðni ræddu; sagði það á milli þeirra tveggja. „Eins og ég hef lýst þá erum við 100 ára flokkur og erum ábyrgur stjórnmálaflokkur. Við erum tilbúin til þess að vinna með öllum og erum tilbúin til þess að sitja í ríkisstjórn,“ sagði Sigurður.Sigurður Ingi ásamt Guðna Th. Jóhannessyni á Bessastöðum í dag.vísir/anton brinkHann var spurður út í það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins sagði í Fréttablaðinu í dag um það að ef að hann hefði leitt flokkinn í kosningunum á laugardaginn þá hefði Framsókn fengið 18 til 19 prósent. „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því,“ sagði Sigurður Ingi. Klukkan 14 mætir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar á fund forseta, því næst Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og að lokum Oddnýju Harðardóttur formann Samfylkingarinnar. Að því búnu er búist við að forseti veiti einhverjum formanni flokkanna stjórnarmyndunarumboð en hvort það verður í kvöld eða á morgun liggur ekki fyrir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48 Telur Guðna vera búinn að útbúa góða „strategíu“ "Hann kemur til með að gera þetta úthugsað og kórrétt,“ segir prófessor í sagnfræði um fundi forsetans með leiðtogum stjórnarflokkanna. 31. október 2016 11:12 Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og starfandi forsætisráðherra kom á fund til forseta Guðna Th. Jóhannessonar rétt fyrir klukkan 13 í dag en hann er sá fjórði í röðinni til að mæta á Bessastaði til að ræða komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hann vildi ekkert ræða við fjölmiðla fyrir fundinn með forsetanum og gaf lítið upp eftir fundinn. Sigurður sagði Framsóknarflokkinn vera ábyrgan stjórnmálaflokk sem þekkti það vel að vera í ríkisstjórn en hann vildi ekkert gefa upp um það hvað þeir Guðni ræddu; sagði það á milli þeirra tveggja. „Eins og ég hef lýst þá erum við 100 ára flokkur og erum ábyrgur stjórnmálaflokkur. Við erum tilbúin til þess að vinna með öllum og erum tilbúin til þess að sitja í ríkisstjórn,“ sagði Sigurður.Sigurður Ingi ásamt Guðna Th. Jóhannessyni á Bessastöðum í dag.vísir/anton brinkHann var spurður út í það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins sagði í Fréttablaðinu í dag um það að ef að hann hefði leitt flokkinn í kosningunum á laugardaginn þá hefði Framsókn fengið 18 til 19 prósent. „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því,“ sagði Sigurður Ingi. Klukkan 14 mætir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar á fund forseta, því næst Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og að lokum Oddnýju Harðardóttur formann Samfylkingarinnar. Að því búnu er búist við að forseti veiti einhverjum formanni flokkanna stjórnarmyndunarumboð en hvort það verður í kvöld eða á morgun liggur ekki fyrir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48 Telur Guðna vera búinn að útbúa góða „strategíu“ "Hann kemur til með að gera þetta úthugsað og kórrétt,“ segir prófessor í sagnfræði um fundi forsetans með leiðtogum stjórnarflokkanna. 31. október 2016 11:12 Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48
Telur Guðna vera búinn að útbúa góða „strategíu“ "Hann kemur til með að gera þetta úthugsað og kórrétt,“ segir prófessor í sagnfræði um fundi forsetans með leiðtogum stjórnarflokkanna. 31. október 2016 11:12
Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03