Innlent

Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf.

Hún ræddi við fjölmiðlamenn að fundinum loknum og sagði að hún hefði sagt forsetanum að Vinstri græn væru tilbúin til þess að taka þátt í og jafnvel leið fimm flokka stjórn til vinstri.

Katrín sagðist hafa rætt við við formenn flokkanna.

„Ég hef sagt þeim að þetta sé mín sýn á þetta, að þetta væri minn fyrsti kostur,“ sagði hún. Aðspurð kvaðst hún ekki að vera að fara hitt neitt þeirra í dag; þessi dagur myndi bara klárast þar sem forsetinn væri að fara að hitta alla.

Hún sagði að hún hefði lagt áherslu á það við forsetann að úrslit kosninganna væru ákall um breytingar.

Klukkan 12 koma þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson á fund forseta fyrir hönd Pírata.

Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtalið við Katrínu í heild sinni eftir að hún kom af fundi Guðna Th.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×