Innlent

Katrín komin til Bessastaða: Búin að heyra í formönnum allra flokka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 11 í morgun til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Hún vildi lítið tjá sig við fjölmiðlamenn þegar hún kom til Bessastaða en sagði daginn leggjast vel í sig.

„Ég ætla að segja ykkur það á eftir því ég veit ekki alveg hvernig þetta fer,“ sagði hún þegar hún var spurð að því hvað hún ætlaði að ræða við forsetann. Þá vildi Katrín ekki svara því hvort hún ætti von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið.

„Tölum frekar saman eftir fundinn.“

Hún gaf það þó upp að hún væri búin heyra í formönnum allra flokka eftir kosningarnar.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði fyrstur með forsetanum í morgun. Fundur þeirra var ekki langur, stóð í um hálftíma, en eftir hann sagði Bjarni að þeir Guðni hefðu átt gott og uppbyggilegt spjall. Þá sagði Bjarni einnig að hann hefði tjáð forsetanum að hann teldi að Sjálfstæðisflokkurinn gæti orðið kjölfestan í nýrri ríkisstjórn.

Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar Katrín kemur til Bessastaða.


Tengdar fréttir

Ræddu saman í síma í gær

Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×