Innlent

Sigmundur Davíð: Hefði farið með flokkinn í 19%

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki. Vísir/Anton brink
„Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, um niðurstöðu kosninganna. Framsókn hlaut 11,5 prósent atkvæða.

Að mati Sigmundar hefði flokkinum gengið betur undir hans stjórn. „Ég var búinn að leggja drög að því hvernig með öflugri kosningabaráttu hefðum við getað hækkað fylgið um kannski fjögur prósentustig og svo kannski tvö í viðbót í kosningunum sjálfum. Við hefðum þá getað gert ráð fyrir 18 til 19 prósent fylgi."

„Að vera með flokkinn í innbyrðisátökum vikum og mánuðum saman, frekar en að einbeita sér að því að undirbúa kosningar og fara samhent í þær með þennan árangur sem við vorum búin að ná, leiddi til þessara niðurstöðu. Þeir sem höfðu áhyggjur af Píratastjórn fóru yfir á Sjálfstæðisflokkinn sem auðnaðist það að standa saman."

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×