Oddný ætlar ekki að segja af sér formennsku Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 31. október 2016 07:00 Oddný Harðardóttir segir flokksmenn ætla að fara yfir stöðuna vísir/hanna Samfylkingin galt afhroð í alþingiskosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Flokkurinn meira en helmingaði fylgi sitt og fékk einungis 5,7 prósent og þrjá þingmenn kjörna. Flokkurinn missti alla þingmenn sína á höfuðborgarsvæðinu sem verður að teljast töluverð tíðindi þar sem flokkurinn hefur alla jafna sótt fylgi sitt þangað. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins náði kjöri, auk Loga Einarssonar varaformanns og Guðjóns S Brjánssonar oddvita Norðausturkjördæmis. Einungis Logi er kjördæmakjörinn en hin tvö jöfnunarþingmenn. Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarnadóttir náðu ekki kjöri. Stjórn Samfylkingarinnar fundaði um stöðu flokksins í gær. Engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar og segir Oddný að hún muni ekki stíga til hliðar sem formaður um sinn. „Við skoðum það í samhengi við annað, hvað við teljum heppilegt að gera. Það hefur engin krafa komið fram um það að ég fari að stíga til hliðar daginn eftir kosningar. Ég held að menn séu sammála um að við tökum ákvörðun um það saman. Ég geri það sem er flokknum fyrir bestu,“ segir Oddný. Fréttablaðið hafði samband við áhrifafólk innan Samfylkingarinnar og er mismunandi í þeim tónninn varðandi stöðu formannsins. Nokkrir voru þeirrar skoðunar að Oddný þyrfti að segja af sér í ljósi stöðunnar og einn hafði á orði að ef Samfylkingin ætti að taka stöðu sína alvarlega þyrfti Oddný að segja af sér. Aðrir töldu rétt að leyfa rykinu að setjast áður en einhver róttæk ákvörðun yrði tekin. „Í dag er maður náttúrulega svo hundfúll,“ segir Sema Erla Serdar, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins. „Tökum tvo daga í að anda inn og út og síðan þarf hver og einn að íhuga sína stöðu.“ Líkt og fram hefur komið missti Samfylkingin alla sína þingmenn í Reykjavík á sama tíma og borgarstjóri kemur úr röðum flokksins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að borgarstjórnarfulltrúar og nefndamenn flokksins hafi fundað í gærkvöldi til að ræða stöðu flokksins. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir uppstokkun blasa við á vinstri vængnum. Fylgi félagshyggjufólks sé að dreifast mjög víða. „Það er einhver blæbrigðamunur á milli framboða og margir voru að tala fyrir því sama í aðdraganda kosninga. Þetta strandar ekki á málefnastöðunni, frekar á einhverjum persónum,“ segir hann. „Mér finnst skylda að félagshyggjufólk hugi að því með einhverjum hætti hvernig væri best að gera þetta. Nú er VG með góðan sigur en samt verður flokkurinn hugsanlega bara meðalstór stjórnarandstöðuflokkur af því vinstrið er eins og það er,“ segir Magnús. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Samfylkingin galt afhroð í alþingiskosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Flokkurinn meira en helmingaði fylgi sitt og fékk einungis 5,7 prósent og þrjá þingmenn kjörna. Flokkurinn missti alla þingmenn sína á höfuðborgarsvæðinu sem verður að teljast töluverð tíðindi þar sem flokkurinn hefur alla jafna sótt fylgi sitt þangað. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins náði kjöri, auk Loga Einarssonar varaformanns og Guðjóns S Brjánssonar oddvita Norðausturkjördæmis. Einungis Logi er kjördæmakjörinn en hin tvö jöfnunarþingmenn. Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarnadóttir náðu ekki kjöri. Stjórn Samfylkingarinnar fundaði um stöðu flokksins í gær. Engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar og segir Oddný að hún muni ekki stíga til hliðar sem formaður um sinn. „Við skoðum það í samhengi við annað, hvað við teljum heppilegt að gera. Það hefur engin krafa komið fram um það að ég fari að stíga til hliðar daginn eftir kosningar. Ég held að menn séu sammála um að við tökum ákvörðun um það saman. Ég geri það sem er flokknum fyrir bestu,“ segir Oddný. Fréttablaðið hafði samband við áhrifafólk innan Samfylkingarinnar og er mismunandi í þeim tónninn varðandi stöðu formannsins. Nokkrir voru þeirrar skoðunar að Oddný þyrfti að segja af sér í ljósi stöðunnar og einn hafði á orði að ef Samfylkingin ætti að taka stöðu sína alvarlega þyrfti Oddný að segja af sér. Aðrir töldu rétt að leyfa rykinu að setjast áður en einhver róttæk ákvörðun yrði tekin. „Í dag er maður náttúrulega svo hundfúll,“ segir Sema Erla Serdar, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins. „Tökum tvo daga í að anda inn og út og síðan þarf hver og einn að íhuga sína stöðu.“ Líkt og fram hefur komið missti Samfylkingin alla sína þingmenn í Reykjavík á sama tíma og borgarstjóri kemur úr röðum flokksins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að borgarstjórnarfulltrúar og nefndamenn flokksins hafi fundað í gærkvöldi til að ræða stöðu flokksins. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir uppstokkun blasa við á vinstri vængnum. Fylgi félagshyggjufólks sé að dreifast mjög víða. „Það er einhver blæbrigðamunur á milli framboða og margir voru að tala fyrir því sama í aðdraganda kosninga. Þetta strandar ekki á málefnastöðunni, frekar á einhverjum persónum,“ segir hann. „Mér finnst skylda að félagshyggjufólk hugi að því með einhverjum hætti hvernig væri best að gera þetta. Nú er VG með góðan sigur en samt verður flokkurinn hugsanlega bara meðalstór stjórnarandstöðuflokkur af því vinstrið er eins og það er,“ segir Magnús. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira