Innlent

Flokkur fólksins kemst á fjárlög

Sæunn Gísladóttir skrifar
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. vísir/stefán
Flokkur fólksins er eini flokkurinn sem ekki náði manni inn á þing í nýafstöðnum kosningum sem hefur náð lágmarki til að eiga rétt til framlaga úr ríkissjóði. Flokkurinn hlaut 3,5 prósent greiddra atkvæða, en að lágmarki þarf 2,5 prósent atkvæða til að eiga rétt á framlögum. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum.

Upphæðin er ákveðin með fjárlögum hverju sinni. Í fyrra fengu flokkar alls 286 milljónir samkvæmt fjárlögum 2016. Ef upphæðin helst sú sama í næstu fjárlögum má gera ráð fyrir að Flokkur fólksins myndi fá allt að 10 milljónir króna. 



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×