Hvorki kollsteypur né óbreytt ástand Svavar Hávarðsson skrifar 31. október 2016 07:00 Frá talningu í Ráðhúsi Reykjavíkur í fyrrinótt. Vísir/Jóhann K. Helst er að merkja að skilaboð kjósenda í alþingiskosningunum á laugardaginn hafi verið að standa skuli vörð um efnahagslegan stöðugleika, ákall um samstarf á hinu pólitíska sviði og hógværar kerfisbreytingar. Óbreytt ástand er ekki í boði frekar en kollsteypur. Þetta er rauði þráðurinn þegar stjórnmálaskýrendur eru spurðir um hver skilaboðin voru frá kjósendum á laugardaginn þegar litið er yfir sviðið í heild.Grétar Þór Eysteinsson, stjórnmálafræðiprófessorGrétar Þór Eysteinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir að vel megi túlka gott gengi Sjálfstæðisflokksins sem vilja kjósenda um stöðugleika – eða varkára efnahagsstjórn sem var kjarninn í skilaboðum flokksins í kosningabaráttunni. Sé horft til fylgis Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá megi túlka það sem ákall um breytingar. „Kannski eru þetta megin línurnar,“ segir Grétar. Þetta er ekki eindregin hægri eða vinstri sveifla. „Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir bæta við sig fylgi, en miðjan sem heild er líka að koma vel út. Þá má spyrja hvort ekki sé mögulegt að færa kjósendum hvoru tveggja. Í þessu felst kannski beiðni um að ljúka uppgjörinu við hrunið – bæði með ákveðnum hógværum breytingum á kerfinu en líka að halda þessum ávinningi sem við höfum vissulega náð – að klúðra honum ekki.“Baldur ÞórhallssonBaldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir skýrar línur vandséðar. Fjórðungur kjósenda hafi valið Pírata og Viðreisn – frjálslynda umbótaflokka. Þeir vilji breytingar í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og á stjórnarskrá – en mismiklar þó. Það sé athyglisvert í samhengi við það að gamli fjórflokkurinn fái aðeins rétt rúmlega 60% fylgi sem er lang lægsta hlutfall atkvæða sem þeir hafa fengið í kosningum og í staðinn leiti fylgið til frjálslyndra umbótaflokka. Viðreisn – miðjuflokkur sem hallar sér til hægri – er í lykilstöðu, segir Baldur. Viðreisn hafi þó hafnað Píratabandalaginu og tali fyrir stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum og þriðja flokki öðrum en Framsóknarflokknum. „Björt framtíð kemur þá fyrst upp í hugann, en sú stjórn hefði aðeins 32 þingmenn sem er ekki sterk staða,“ segir Baldur. Viðreisn líti vissulega til Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna en slík stjórnarmyndun sé vart inni í myndinni fyrr en eftir nokkurra vikna stjórnarkreppu. Ástæðan er að grasrótin og flokksstofnanir Vinstri grænna standa í veginum en þá beri að hafa í huga „að í stjórnarkreppu leyfist mönnum meira,“ segir Baldur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Helst er að merkja að skilaboð kjósenda í alþingiskosningunum á laugardaginn hafi verið að standa skuli vörð um efnahagslegan stöðugleika, ákall um samstarf á hinu pólitíska sviði og hógværar kerfisbreytingar. Óbreytt ástand er ekki í boði frekar en kollsteypur. Þetta er rauði þráðurinn þegar stjórnmálaskýrendur eru spurðir um hver skilaboðin voru frá kjósendum á laugardaginn þegar litið er yfir sviðið í heild.Grétar Þór Eysteinsson, stjórnmálafræðiprófessorGrétar Þór Eysteinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir að vel megi túlka gott gengi Sjálfstæðisflokksins sem vilja kjósenda um stöðugleika – eða varkára efnahagsstjórn sem var kjarninn í skilaboðum flokksins í kosningabaráttunni. Sé horft til fylgis Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá megi túlka það sem ákall um breytingar. „Kannski eru þetta megin línurnar,“ segir Grétar. Þetta er ekki eindregin hægri eða vinstri sveifla. „Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir bæta við sig fylgi, en miðjan sem heild er líka að koma vel út. Þá má spyrja hvort ekki sé mögulegt að færa kjósendum hvoru tveggja. Í þessu felst kannski beiðni um að ljúka uppgjörinu við hrunið – bæði með ákveðnum hógværum breytingum á kerfinu en líka að halda þessum ávinningi sem við höfum vissulega náð – að klúðra honum ekki.“Baldur ÞórhallssonBaldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir skýrar línur vandséðar. Fjórðungur kjósenda hafi valið Pírata og Viðreisn – frjálslynda umbótaflokka. Þeir vilji breytingar í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og á stjórnarskrá – en mismiklar þó. Það sé athyglisvert í samhengi við það að gamli fjórflokkurinn fái aðeins rétt rúmlega 60% fylgi sem er lang lægsta hlutfall atkvæða sem þeir hafa fengið í kosningum og í staðinn leiti fylgið til frjálslyndra umbótaflokka. Viðreisn – miðjuflokkur sem hallar sér til hægri – er í lykilstöðu, segir Baldur. Viðreisn hafi þó hafnað Píratabandalaginu og tali fyrir stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum og þriðja flokki öðrum en Framsóknarflokknum. „Björt framtíð kemur þá fyrst upp í hugann, en sú stjórn hefði aðeins 32 þingmenn sem er ekki sterk staða,“ segir Baldur. Viðreisn líti vissulega til Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna en slík stjórnarmyndun sé vart inni í myndinni fyrr en eftir nokkurra vikna stjórnarkreppu. Ástæðan er að grasrótin og flokksstofnanir Vinstri grænna standa í veginum en þá beri að hafa í huga „að í stjórnarkreppu leyfist mönnum meira,“ segir Baldur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira