Forseti fundar með öllum flokkum á morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2016 16:11 Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson í bústaðarferðinni eftirminnilegu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra flokka sem náðu fulltrúum á þing í kosningum til Alþingis á fund til sín á Bessastöðum á morgun. Má segja að með því taki Guðni af skarið í þeirri stöðu sem upp er komin og er nokkuð flókin. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn hafa kallað eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands til að leiða viðræður við aðra flokka um ríkisstjórn. Í síðustu kosningum til Alþingis árið 2013 fór Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, sömu leið og boðaði fulltrúa allra flokka á sinn fund. Ríkti nokkur óvissa með hverjum forseti myndi fela umboðið. Svo fór að forseti veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi formanni Framsóknar, umboðið. Í hönd fóru viðræður Sigmundar Davíðs við Bjarna Benediktsson, meðal annars í sumarbústað á Þingvöllum, þar sem félagarnir fengu meðal annars óskalagið „Wild Boys“ með Duran Duran í útvarpsþætti Sigga Hlö á Bylgjunni. Þá kom fram að pönnukökur voru bakaðar í bústaðnum. Tímasetning funda forseta með hverjum flokki fyrir sig mun liggja fyrir í fyrramálið.Símtal Sigga Hlö við Bjarna Ben má heyra hér að neðan. Tilkynning frá Forseta Íslands klukkan 17:11 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fundi á morgun, mánudaginn 31. október, með forystumönnum stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á nýkjörnu Alþingi. Fundur forseta og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, verður klukkan 10. Fundur forseta og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður klukkan 11. Fundur forseta og Birgittu Jónsdóttur, Smára McCarthy og Einars Aðalsteins Brynjólfssonar frá Pírötum verður klukkan 12.Fundur forseta og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, verður klukkan 13. Fundur forseta og Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, verður klukkan 14. Fundur forseta og Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, verður klukkan 15. Fundur forseta og Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, verður klukkan 16. Kosningar 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra flokka sem náðu fulltrúum á þing í kosningum til Alþingis á fund til sín á Bessastöðum á morgun. Má segja að með því taki Guðni af skarið í þeirri stöðu sem upp er komin og er nokkuð flókin. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn hafa kallað eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands til að leiða viðræður við aðra flokka um ríkisstjórn. Í síðustu kosningum til Alþingis árið 2013 fór Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, sömu leið og boðaði fulltrúa allra flokka á sinn fund. Ríkti nokkur óvissa með hverjum forseti myndi fela umboðið. Svo fór að forseti veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi formanni Framsóknar, umboðið. Í hönd fóru viðræður Sigmundar Davíðs við Bjarna Benediktsson, meðal annars í sumarbústað á Þingvöllum, þar sem félagarnir fengu meðal annars óskalagið „Wild Boys“ með Duran Duran í útvarpsþætti Sigga Hlö á Bylgjunni. Þá kom fram að pönnukökur voru bakaðar í bústaðnum. Tímasetning funda forseta með hverjum flokki fyrir sig mun liggja fyrir í fyrramálið.Símtal Sigga Hlö við Bjarna Ben má heyra hér að neðan. Tilkynning frá Forseta Íslands klukkan 17:11 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fundi á morgun, mánudaginn 31. október, með forystumönnum stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á nýkjörnu Alþingi. Fundur forseta og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, verður klukkan 10. Fundur forseta og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður klukkan 11. Fundur forseta og Birgittu Jónsdóttur, Smára McCarthy og Einars Aðalsteins Brynjólfssonar frá Pírötum verður klukkan 12.Fundur forseta og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, verður klukkan 13. Fundur forseta og Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, verður klukkan 14. Fundur forseta og Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, verður klukkan 15. Fundur forseta og Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, verður klukkan 16.
Kosningar 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira