Fótbolti

Arnór skoraði í Íslendingaslag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnór Smárason skoraði.
Arnór Smárason skoraði. mynd/hammarby
Hammarby og Norrköping skildu jöfn, 1-1, í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arnór Smárason skoraði mark Hammarby á 45. mínútu en gestirnir frá Norrköping jöfnuðu metin á 78. mínútu.

Ögmundur Kristinsson varði mark Hammarby að vanda en landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson var ekki með vegna meiðsla. Vonast er til að hann verði klár fyrir landsleikinn gegn Króatíu í næsta mánuði.

Jón Guðni Fjóluson var ekki með Norrköping í leiknum en hann fékk rautt spjald í síðustu umferð og tók út leikbann.

Norrköping er með 57 stig í öðru sæti deildarinnar en liðið er aðeins búið að vinna einn af síðustu fimm leikjum sínum. AIK getur hirt annað sætið af Norrköping á morgun en það á leik til góða.

Hammarby sigli lygnan sjó í áttunda sæti deildarinnar með 39 stig en liðið er nú án sigurs í þremur leikjum í röð eftir að vinna þrjá í röð á undan því.

Þá kom Kristinn Steindórsson inn á undir lokin hjá Sundsvall sem tapaði, 2-0, á útivelli gegn Kalmar. Kristinn og félagar eru í 13. sæti af 16 liðum með 30 stig og eiga sæti sitt öruggt í deildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×