
Óvíst er hvenær slíkt umboð verður veitt og þá hvort það verði eftir að flokkar hafa myndað meirihluta eða hvort forseti skerist í leikinn og afhendi einum flokki umboðið.
Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, hitti á Guðna fyrir messu í Hallgrímskirkju í morgun.
Guðni vildi ekki tjá sig um stjórnarmyndun á þeim tímapunkti og sagði nægan tíma til stefnu eins og sjá má eftir um fjórar mínútur í klippuni að neðan.
Uppfært kl 15.40
Forsetaembættið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að Guðni hafi fallist á lausnarbeiðni Sigurðar.
„Forseti Íslands átti í dag, sunnudaginn 30. október 2016, fund á Bessastöðum með Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra. Á fundinum baðst ráðherra lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Forseti féllst á lausnarbeiðni hans en óskaði þess jafnframt að stjórnin sæti uns tekist hefði að mynda nýja ríkisstjórn," segir í tilkynningu frá embættinu.