Innlent

Aldrei fleiri konur á þingi

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Konur hafa aldrei verið fleiri á Alþingi
Konur hafa aldrei verið fleiri á Alþingi mynd/vísir
30 konur mun sitja á Alþingi á næsta kjörtímabili. Hlutfall þingkvenna mun því vera 48 prósent. 

Í síðustu kosningum náðu 25 konur kjöri og voru því 39,7 prósent þingmanna. Á kjörtímabilinu bættust fjórar konur við og var hlutfall kvenna á löggjafarþinginu 2015 hið hæsta í sögunni fram til þessa, eða 46%. 

Konur eru í meirihluta í þingflokkum Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna en kynjahlutfallið er jafnt í þingflokki Pírata. 

Konur fengu kosningarétt og kjörgengi í kjölfar stjórnarskrárbreytinga 1915. Fyrsta konan sem kosin var á Alþingi var Ingibjörg H. Bjarnason en hún var kjörin í landskjörinu í júlí 1922. Á kjörtímabilinu 1942 til 1946 sat engin kona á þingi né heldur kjörtímabilið 1956 til 1959. 

Konur náðu ekki að skipa meira en tíu prósent þingsæta fyrr en árið 1983 og hlutfall þingkvenna hefur farið stigvaxandi síðan þá. 






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×