Össur var fyrst kjörinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn árið 1991 og var umhverfisráðherra 1993-1995, iðnaðarráðherra 2007-2009 og utanríkisráðherra 2009-2013. Össur var í fyrsta sæti í Reykjavík suður. Þar fékk Samfylkingin aðeins 5,6 prósent.
Mikil þingreynsla er horfin úr þingflokk Samfylkingarinnar en auk Össurar sóttust Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Valgerður Bjarnadóttir eftir endurkjöri án árangurs. Samfylkingin tapaði sex þingsætum og er Oddný Harðardóttir, formaður flokksins, eini þingmaður flokksins sem mun taka sæti á þingi.

Líneik Anna Sævarsdóttir, sem var í þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi komst einnig ekki inn en hún tók sæti á Alþingi árið 2013.
Hjá Bjartri framtíð missir Páll Valur Björnsson þingsæti sitt en hann bauð sig fram í Suðurkjördæmi þar sem flokkurinn hlaut 5,8 prósent atkvæða.