Innlent

Vandræði við talningu í Suðurkjördæmi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá talningu í Ráðhúsi Reykjavíkur í nótt en talningu í Reykjavík Norður lauk fyrst.
Frá talningu í Ráðhúsi Reykjavíkur í nótt en talningu í Reykjavík Norður lauk fyrst. Vísir/Jóhann K.
Karl Gauti Hjaltason, formaður kjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segist vonast til þess að lokatölur í kjördæminu verði ljósar um klukkan 6:30. Það er nokkuð á eftir áætlun í kjördæminu miðað við það sem lagt var upp með. 



Frá talningu á Akureyri í nótt.Vísir/Sveinn
„Það hefur gengið afsakplega lila að telja og stemma,“ segir Karl Gauti. Til stóð að birta tölur klukkan fjögur en í ljós kom að tölurnar stemmdu ekki. Nú eru öll atkvæðin undir, um 12-15 þúsund atkvæði og gangi allt eftir ætti að vera hægt að ljúka talningu á klukkustund þótt eitthvað geti auðvitað komið upp á.

Líklegast má telja að úrslit í kosningunum verði ekki að fullu ljós fyrr en öðru hvoru megin við klukkan átta á sunnudagsmorgun. Kristján G. Jóhannsson, formaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir öll kjörgögn komin í hús og nú eigi bara eftir að telja.

Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjörstjórnar í suðvesturkjördæmi, vonast til þess að hægt verði að birta lokatölur í kjördæminu upp úr klukkan sex.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×