Innlent

Hanna Birna og Ásmundur vilja ræða við Katrínu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa
Hanna Birna Kristjánsdóttir ræddi málin á RÚV í kvöld.
Hanna Birna Kristjánsdóttir ræddi málin á RÚV í kvöld. vísir/hanna
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist lítast vel á stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Ósk hennar sé þó áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

„Ég vildi óska að þessi ríkisstjórn gæti haldið. Hún hins vegar heldur ekki. Ég er spenntari fyrir tveggja flokka stjórn en þriggja flokka ríkisstjórn. Mér fyndist ekkert óspennandi ef til þess kæmi að ég sæi Bjarna og Katrínu Jakobsdóttur tala saman. Mér fyndist það eitthvað nýtt sem væri gleðilegt að einhverju leyti,“ sagði Hanna Birna í Kosningavöku RÚV í kvöld.

„Auðvitað vildu ég helst að það væri Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, en það er ekki í spilunum, því miður. Mér finnst Framsóknarflokkurinn hafa farið illa út úr þessu, miklu verr en þeir áttu skilið miðað við það sem þeir eru búnir að gera, en Kata væri svona annar kosturinn í stöðunni,“ bætti Hanna Birna við.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, er á sömu skoðun og Hanna Birna varðandi hugsanlega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG. „Ég hef sagt það í nokkurn tíma að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti verið besti kosturinn í stöðunni,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi.

„Sú ríkisstjórn gæti verið vel til þess fallin að halda í þann stöðugleika sem við höfum skapað á síðasta kjörtímabili,“ bætir hann við.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist hins vegar ráða Katrínu Jakobsdóttur frá því að ræða við Sjálfstæðisflokk, í Kosningavökunni á RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×