Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2016 02:39 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í RÚV í kvöld. vísir/hanna Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna þegar Vísir náði tali af henni núna rétt fyrir klukkan tvö á kosninganótt en hún var þá nýkomin heim til sín í Vesturbæinn. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 21 þingmann og gætu flokkarnir því myndað tveggja flokka stjórn með eins manns meirihluta. Aðspurð hvort að það sé ríkisstjórn sem mögulega hugnist henni segir Katrín: „Nei, ég er nú ennþá þeirrar skoðunar að mér finnst þessi úrslit endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir, við erum að sjá fleiri flokka en áður inni á þingi og ég held að við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við ætlum að svara þeirri kröfu. Ég held að það sé nú spurningin á meðan við bíðum eftir endanlegum úrslitum.“ Þá bendir Katrín á í þessu samhengi að síðustu tvær tveggja flokka stjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt í hafi ekki verið langlífar. „Þannig að þeim hefur ekki fylgt mikill stöðugleiki svo kannski er kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Katrín. Af þeim flokkum sem ná manni inn á þing er Sjálfstæðisflokkurinn lengst til hægri og Vinstri græn lengst til vinstri. Gæti Katrín þá hugsað sér að taka einhvern miðjuflokk inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum sem gæti þá verið svar við kalli um fjölbreytni? „Eins og með Pírötum til dæmis sem hafa útilokað þetta? Nei, veistu ég held að við eigum bara að bíða eftir úrslitunum og svona stöðuna hvernig hún lítur út í fyrramálið.“ Katrín segir að henni finnist það ekki sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn fái stjórnarmyndunarumboðið en ef að Bjarni myndi hringja í hana, myndi hún fara að hitta hann? „Ég tek alltaf símann en ég sé fyrir mér að við eigum að nýta þetta tækifæri til að gera breytingar.“Sérðu þá ekki fyrir þér að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið í stjórn sem vill gera breytingar? „Hann hefur ekki talað þannig.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir fólk hafa viljað koma í veg fyrir að fá vinstri stjórn. 30. október 2016 01:06 Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Eru líklega nær hvor öðru í stórum deilumálum í samfélaginu en aðrir flokkar segir stjórnmálafræðingur. 30. október 2016 01:38 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna þegar Vísir náði tali af henni núna rétt fyrir klukkan tvö á kosninganótt en hún var þá nýkomin heim til sín í Vesturbæinn. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 21 þingmann og gætu flokkarnir því myndað tveggja flokka stjórn með eins manns meirihluta. Aðspurð hvort að það sé ríkisstjórn sem mögulega hugnist henni segir Katrín: „Nei, ég er nú ennþá þeirrar skoðunar að mér finnst þessi úrslit endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir, við erum að sjá fleiri flokka en áður inni á þingi og ég held að við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við ætlum að svara þeirri kröfu. Ég held að það sé nú spurningin á meðan við bíðum eftir endanlegum úrslitum.“ Þá bendir Katrín á í þessu samhengi að síðustu tvær tveggja flokka stjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt í hafi ekki verið langlífar. „Þannig að þeim hefur ekki fylgt mikill stöðugleiki svo kannski er kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Katrín. Af þeim flokkum sem ná manni inn á þing er Sjálfstæðisflokkurinn lengst til hægri og Vinstri græn lengst til vinstri. Gæti Katrín þá hugsað sér að taka einhvern miðjuflokk inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum sem gæti þá verið svar við kalli um fjölbreytni? „Eins og með Pírötum til dæmis sem hafa útilokað þetta? Nei, veistu ég held að við eigum bara að bíða eftir úrslitunum og svona stöðuna hvernig hún lítur út í fyrramálið.“ Katrín segir að henni finnist það ekki sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn fái stjórnarmyndunarumboðið en ef að Bjarni myndi hringja í hana, myndi hún fara að hitta hann? „Ég tek alltaf símann en ég sé fyrir mér að við eigum að nýta þetta tækifæri til að gera breytingar.“Sérðu þá ekki fyrir þér að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið í stjórn sem vill gera breytingar? „Hann hefur ekki talað þannig.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir fólk hafa viljað koma í veg fyrir að fá vinstri stjórn. 30. október 2016 01:06 Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Eru líklega nær hvor öðru í stórum deilumálum í samfélaginu en aðrir flokkar segir stjórnmálafræðingur. 30. október 2016 01:38 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir fólk hafa viljað koma í veg fyrir að fá vinstri stjórn. 30. október 2016 01:06
Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Eru líklega nær hvor öðru í stórum deilumálum í samfélaginu en aðrir flokkar segir stjórnmálafræðingur. 30. október 2016 01:38