Innlent

Forsætisráðherra: Mun ganga á fund forseta á morgun og skila umboðinu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigurður Ingi segir Bjarna Benediktsson ótvíræðan sigurvegara kosninganna.
Sigurður Ingi segir Bjarna Benediktsson ótvíræðan sigurvegara kosninganna.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir Sjálfstæðisflokkinn ótvíræðan sigurvegara þessara kosninga. Því bendi allt til þess að hann muni hitta forseta Íslands á morgun og skila stjórnarmyndunarumboðinu sem forveri hans, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók við eftir síðustu kosningar.

„Ég tel nokkuð augljóst, að ef þetta verður niðurstaða kosninganna, sem auðvitað allt bendir til [...] að ég muni ganga á fund forseta á morgun og skila umboði og mér finnst nokuð í augum uppi liggja hver ætti að fá umboðið fyrstur. Það er sá sem situr mér á hægri hönd og hefur auðvitað sigrað kosningarnar,“ sagði Sigurður Ingi í beinni útsendingu á RÚV, og átti þar við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður sagði að stór verkefni væru fram undan og því sé afar mikilvægt að öflug stjórn verði við völd. Þá skipti jafnframt miklu máli að flokkarnir sem muni taka að sér þessi verkefni geti unnið vel saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×