Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2016 19:00 Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. Nú þegar vika er liðin frá því forseti Íslands veitti Bjarna Benediktssyni umboð til að mynda ríkisstjórn er greinilegt að það er farið að þyngjast undir fæti hjá honum. Ef honum tekst ekki á allra næstu dögum að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka um stjórnarmyndun er líklegt að hann skili umboðinu aftur til forsetans. Bjarni fundaði eina ferðina enn með þingflokki sínum í hádeginu í dag og virtist ekki vongóður um niðurstöðu í óformlegum viðræðum sem hann hefur átt í undanfarna tæpu viku með leiðtogum annarra flokka, en var þó spar á yfirlýsingar. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka hafa línurnar smám saman verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að þetta er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir Bjarni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að hann teldi að koma yrði á formlegum viðræðum fyrir lok þessarar viku. „Eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman.“Þannig að það er jafnvel möguleiki að þér takist ekki að mynda stjórn sem þú telur nógu trausta? „Ég hef aldrei útilokað það. Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi,“ segir Bjarni. Hins vegar hafi hann bundið vonir við tóninn í mörgum um að þeir vildu vinna úr niðurstöðu kosninganna, sem væri ákall um að menn sýndu samstarfsvilja. „En mér finnst menn hafa gert full mikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Augljósasta þriggja flokka stjórnin er stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi. Bjarni hefur áður sagt að honum þætti ókostur hvað þessi meirihluti væri tæpur. „En menn verða auðvitað líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað; vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái sér saman um megináherslur.“Myndir þú segja að það væri 50/50 að þér tækis þetta? „Ég ætla ekki að taka þátt í þessum leik. Ég er bara að vinna í þessu máli. Ég get eiginlega ekki sagt meira en þetta,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. Nú þegar vika er liðin frá því forseti Íslands veitti Bjarna Benediktssyni umboð til að mynda ríkisstjórn er greinilegt að það er farið að þyngjast undir fæti hjá honum. Ef honum tekst ekki á allra næstu dögum að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka um stjórnarmyndun er líklegt að hann skili umboðinu aftur til forsetans. Bjarni fundaði eina ferðina enn með þingflokki sínum í hádeginu í dag og virtist ekki vongóður um niðurstöðu í óformlegum viðræðum sem hann hefur átt í undanfarna tæpu viku með leiðtogum annarra flokka, en var þó spar á yfirlýsingar. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka hafa línurnar smám saman verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að þetta er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir Bjarni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að hann teldi að koma yrði á formlegum viðræðum fyrir lok þessarar viku. „Eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman.“Þannig að það er jafnvel möguleiki að þér takist ekki að mynda stjórn sem þú telur nógu trausta? „Ég hef aldrei útilokað það. Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi,“ segir Bjarni. Hins vegar hafi hann bundið vonir við tóninn í mörgum um að þeir vildu vinna úr niðurstöðu kosninganna, sem væri ákall um að menn sýndu samstarfsvilja. „En mér finnst menn hafa gert full mikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Augljósasta þriggja flokka stjórnin er stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi. Bjarni hefur áður sagt að honum þætti ókostur hvað þessi meirihluti væri tæpur. „En menn verða auðvitað líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað; vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái sér saman um megináherslur.“Myndir þú segja að það væri 50/50 að þér tækis þetta? „Ég ætla ekki að taka þátt í þessum leik. Ég er bara að vinna í þessu máli. Ég get eiginlega ekki sagt meira en þetta,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16