Obama: Verðum að muna að við erum öll í sama liði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 17:46 Joe Biden varaforseti var við hlið Obama þegar hann ávarpaði fjölmiðla nú fyrir stuttu og slógu þeir á létta strengi á tilfinningaþrunginni stund. Vísir/Getty Barack Obama ávarpaði fjölmiðlamenn úr Rósagarðinum við Hvíta húsið rétt í þessu. Honum við hlið var varaforseti hans, Joe Biden. Í ávarpi sínu lagði Obama áherslu á að fólk væri bjartsýnt og vongott, sem og að Bandaríkjamenn væru ein heild. „Allir eru leiðir þegar þeir tapa kosningum, en daginn eftir verðum við að muna að við erum öll í sama liði,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig að hann hefði talað við Trump símleiðis í gærkvöldi og óskað honum til hamingju með sigurinn. Hann bindi miklar vonir um að Trump gangi vel í forsetatíð sinni og að hann nái að sameina klofna þjóð. „Við erum fyrst og fremst Bandaríkjamenn. Við viljum öll það besta fyrir landið okkar. Það er það sem ég skynjaði í orðum herra Trump í gær. Það er það sem ég skynjaði þegar ég talaði við hann sjálfur og það taldi í mig kjark. Það er það sem landið okkar þarfnast, samheldni. Virðing fyrir stofnunum samfélagsins, virðing fyrir því hvernig við lifum lífinu okkar, virðing fyrir lögunum og virðing fyrir hvort öðru.“ Obama sagðist jafnframt vera mjög stoltur af Clinton og hennar kosningabaráttu, framboð hennar hafi verið innblástur fyrir fjölda fólks og stúlkna um heim allan. Hann sagðist bera miklar vonir til þess að Clinton hjónin haldi áfram að vinna í þágu Bandaríkjanna um heim allan. Mikilvægt að ungt fólk missi ekki dampinn Forsetinn nýtti tækifærið einnig og ávarpaði ungt fólk beint, sem mörg hver voru að kjósa í fyrsta skipti og öðluðust jafnvel áhuga á stjórnmálum í fyrsta sinn í baráttunni. „Svona eru kosningabaráttur, þetta er eðli lýðræðis. Það er oft erfitt og umdeilt, það er ekki alltaf hvetjandi. En við unga fólkið sem fékk áhuga á stjórnmálum í fyrsta skipti í kosningunum og eru mörg hver vonsvikin vil ég segja að þið verðið að halda í metnaðinn. Ekki verða tortryggin. Ekki halda í eina mínútu að þið getið ekki haft áhrif. Clinton sagði í morgun að það sé þess virði að berjast fyrir því sem er rétt. Og stundum tapar maður rifrildi og stundum tapar maður kosningum,“ sagði Obama „Stundum gerast hlutir sem sumum þykir framför og öðrum þykir afturför. Og það er allt í lagi. Ég hef tapað kosningum, þannig eru stjórnmál stundum. Við gerum okkar besta við að sannfæra fólk um að við höfum rétt fyrir okkur og svo kýs fólk. Ef við töpum þá lærum við af mistökum okkar.“ Ræðu Obama var streymt á Facebook síðu CNN og má sjá hana í heild sinni hér fyrir neðan. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Joe Biden Tengdar fréttir „Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Barack Obama ávarpaði fjölmiðlamenn úr Rósagarðinum við Hvíta húsið rétt í þessu. Honum við hlið var varaforseti hans, Joe Biden. Í ávarpi sínu lagði Obama áherslu á að fólk væri bjartsýnt og vongott, sem og að Bandaríkjamenn væru ein heild. „Allir eru leiðir þegar þeir tapa kosningum, en daginn eftir verðum við að muna að við erum öll í sama liði,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig að hann hefði talað við Trump símleiðis í gærkvöldi og óskað honum til hamingju með sigurinn. Hann bindi miklar vonir um að Trump gangi vel í forsetatíð sinni og að hann nái að sameina klofna þjóð. „Við erum fyrst og fremst Bandaríkjamenn. Við viljum öll það besta fyrir landið okkar. Það er það sem ég skynjaði í orðum herra Trump í gær. Það er það sem ég skynjaði þegar ég talaði við hann sjálfur og það taldi í mig kjark. Það er það sem landið okkar þarfnast, samheldni. Virðing fyrir stofnunum samfélagsins, virðing fyrir því hvernig við lifum lífinu okkar, virðing fyrir lögunum og virðing fyrir hvort öðru.“ Obama sagðist jafnframt vera mjög stoltur af Clinton og hennar kosningabaráttu, framboð hennar hafi verið innblástur fyrir fjölda fólks og stúlkna um heim allan. Hann sagðist bera miklar vonir til þess að Clinton hjónin haldi áfram að vinna í þágu Bandaríkjanna um heim allan. Mikilvægt að ungt fólk missi ekki dampinn Forsetinn nýtti tækifærið einnig og ávarpaði ungt fólk beint, sem mörg hver voru að kjósa í fyrsta skipti og öðluðust jafnvel áhuga á stjórnmálum í fyrsta sinn í baráttunni. „Svona eru kosningabaráttur, þetta er eðli lýðræðis. Það er oft erfitt og umdeilt, það er ekki alltaf hvetjandi. En við unga fólkið sem fékk áhuga á stjórnmálum í fyrsta skipti í kosningunum og eru mörg hver vonsvikin vil ég segja að þið verðið að halda í metnaðinn. Ekki verða tortryggin. Ekki halda í eina mínútu að þið getið ekki haft áhrif. Clinton sagði í morgun að það sé þess virði að berjast fyrir því sem er rétt. Og stundum tapar maður rifrildi og stundum tapar maður kosningum,“ sagði Obama „Stundum gerast hlutir sem sumum þykir framför og öðrum þykir afturför. Og það er allt í lagi. Ég hef tapað kosningum, þannig eru stjórnmál stundum. Við gerum okkar besta við að sannfæra fólk um að við höfum rétt fyrir okkur og svo kýs fólk. Ef við töpum þá lærum við af mistökum okkar.“ Ræðu Obama var streymt á Facebook síðu CNN og má sjá hana í heild sinni hér fyrir neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Joe Biden Tengdar fréttir „Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
„Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24
Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03