Mikil tækifæri í sölu barnvænna tækja Sæunn Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2016 12:00 Pétur Hannes er viðskiptafræðingur og hefur starfað í fjórtán ár erlendis. Vísir/Anton Brink „Við fundum að það var gat á markaði fyrir heyrnartól sem væru sérsniðin fyrir krakka, allt frá pakkningunni til desíbelastillingu. Við fundum að heyrnartól fyrir börn voru annaðhvort gerð af risum eins og Sony og Philips sem tóku bara tæknina sem var til staðar og stilltu hana á 85 desíbel, eða þá að þau voru gerð í gegnum sérleyfissamninga þar sem hár kostnaður við einkaleyfi var tekinn út á gæðunum. Okkar árangur felst í því að við höfum hugsað þetta frá grunni fyrir börn. Heyrnartólin eru mjög endingargóð, þú getur farið illa með þau án þess að þau skemmist,“ segir Pétur Hannes Ólafsson. Pétur Hannes hóf að þróa BuddyPhones, heyrnartól sem sérsniðin eru fyrir börn, fyrir rúmum tveimur árum í gegnum fyrirtæki sitt í Hong Kong. Vörurnar hafa hlotið gríðarlegar vinsældir á stuttum tíma. „Við erum að selja í yfir 25 löndum og í dag er vörumerkið númer eitt í Japan og Kóreu á þessu sviði,“ segir Pétur Hannes. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og hefur starfað erlendis í fjórtán ár, þar af síðustu ellefu ár í Hong Kong. Upp úr MBA-náminu stofnaði hann fyrirtækið Onanoff sem var að þróa ansi margar vörur, til að mynda Bluetooth-hátalara, heyrnartól og töskur fyrir Macbook-tölvur. BuddyPhones var stofnað fyrir tveimur og hálfu ári til að sinna vaxandi þörf á markaði.Moomin-lína BuddyPhones fer í sölu í mánuðinum. Mynd/Sigurður Ó. Sigurðsson„Tölfræði frá Bandaríkjunum sýnir að 13 prósent 16 ára barna í dag eru með heyrnarskaða að einhverju leyti á öðru eða báðum eyrum sem hægt er að tengja beint við notkun á heyrnartólum. Allur heyrnarskaði er varanlegur,“ segir Pétur Hannes. „Við erum því ekki bara að þróa græju heldur einnig huga að samfélagslegri ábyrgð í því sem við gerum.“ Að sögn Péturs Hannesar hefur varan gengið vel og er um 100 prósent söluaukning milli ára, og 20 til 30 prósent söluaukning í hverjum mánuði. „Við erum nú komin úr eins manns fyrirtæki í fimmtán manna skrifstofu í Hong Kong, þar er allt hannað innanhúss og svo framleitt í verksmiðju í Kína.“ Pétur Hannes segist vera búinn að taka allan „frumkvöðlapakkann“. „Ég er búinn að lifa á núðlusúpu og allt það. Maður gerir 100 þúsund mistök sem frumkvöðull. Það verður eiginlega ekkert harðara heldur en alþjóðamarkaðurinn.“ Nýlega stofnaði Pétur Hannes fyrirtæki í Bandaríkjunum og Evrópu í kringum BuddyPhones, og stefnir hann á sölu varanna í fleiri löndum, en fyrirtækið hefur einnig verið að semja við fjölda flugfélaga. Á dögunum kemur svo út vara í samstarfi við Moomin. Hann segir að áfram verði haldið að þróa vörur fyrir börn, með samfélagslegri ábyrgð. Pétur Hannes segist opinn fyrir því að selja á íslenska markaðnum og segir Ísland, og sérstaklega íslenska sumarið, toga heim. Hins vegar sé mikilvægt í svona starfsemi eins og staðan er núna að vera annaðhvort nálægt kúnnanum eða framleiðslunni. Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
„Við fundum að það var gat á markaði fyrir heyrnartól sem væru sérsniðin fyrir krakka, allt frá pakkningunni til desíbelastillingu. Við fundum að heyrnartól fyrir börn voru annaðhvort gerð af risum eins og Sony og Philips sem tóku bara tæknina sem var til staðar og stilltu hana á 85 desíbel, eða þá að þau voru gerð í gegnum sérleyfissamninga þar sem hár kostnaður við einkaleyfi var tekinn út á gæðunum. Okkar árangur felst í því að við höfum hugsað þetta frá grunni fyrir börn. Heyrnartólin eru mjög endingargóð, þú getur farið illa með þau án þess að þau skemmist,“ segir Pétur Hannes Ólafsson. Pétur Hannes hóf að þróa BuddyPhones, heyrnartól sem sérsniðin eru fyrir börn, fyrir rúmum tveimur árum í gegnum fyrirtæki sitt í Hong Kong. Vörurnar hafa hlotið gríðarlegar vinsældir á stuttum tíma. „Við erum að selja í yfir 25 löndum og í dag er vörumerkið númer eitt í Japan og Kóreu á þessu sviði,“ segir Pétur Hannes. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og hefur starfað erlendis í fjórtán ár, þar af síðustu ellefu ár í Hong Kong. Upp úr MBA-náminu stofnaði hann fyrirtækið Onanoff sem var að þróa ansi margar vörur, til að mynda Bluetooth-hátalara, heyrnartól og töskur fyrir Macbook-tölvur. BuddyPhones var stofnað fyrir tveimur og hálfu ári til að sinna vaxandi þörf á markaði.Moomin-lína BuddyPhones fer í sölu í mánuðinum. Mynd/Sigurður Ó. Sigurðsson„Tölfræði frá Bandaríkjunum sýnir að 13 prósent 16 ára barna í dag eru með heyrnarskaða að einhverju leyti á öðru eða báðum eyrum sem hægt er að tengja beint við notkun á heyrnartólum. Allur heyrnarskaði er varanlegur,“ segir Pétur Hannes. „Við erum því ekki bara að þróa græju heldur einnig huga að samfélagslegri ábyrgð í því sem við gerum.“ Að sögn Péturs Hannesar hefur varan gengið vel og er um 100 prósent söluaukning milli ára, og 20 til 30 prósent söluaukning í hverjum mánuði. „Við erum nú komin úr eins manns fyrirtæki í fimmtán manna skrifstofu í Hong Kong, þar er allt hannað innanhúss og svo framleitt í verksmiðju í Kína.“ Pétur Hannes segist vera búinn að taka allan „frumkvöðlapakkann“. „Ég er búinn að lifa á núðlusúpu og allt það. Maður gerir 100 þúsund mistök sem frumkvöðull. Það verður eiginlega ekkert harðara heldur en alþjóðamarkaðurinn.“ Nýlega stofnaði Pétur Hannes fyrirtæki í Bandaríkjunum og Evrópu í kringum BuddyPhones, og stefnir hann á sölu varanna í fleiri löndum, en fyrirtækið hefur einnig verið að semja við fjölda flugfélaga. Á dögunum kemur svo út vara í samstarfi við Moomin. Hann segir að áfram verði haldið að þróa vörur fyrir börn, með samfélagslegri ábyrgð. Pétur Hannes segist opinn fyrir því að selja á íslenska markaðnum og segir Ísland, og sérstaklega íslenska sumarið, toga heim. Hins vegar sé mikilvægt í svona starfsemi eins og staðan er núna að vera annaðhvort nálægt kúnnanum eða framleiðslunni.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent