Formaður Sjómannasambands Íslands telur verkfall líklegt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2016 18:30 Formaður Sjómannasambands Íslands segir líklegt að af verkfalli sjómanna verði þar sem enn séu of mörg deilumál óleyst. Sjómenn og útgerðarmenn komu saman til fundar klukkan fjögur í Karphúsinu og áttu fyrir fram von á að fundað yrði fram á kvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir enn mörg mál óleyst í kjaradeilunni. „Stærsta málið eru fiskverðsmál fyrir sjómenn, á því byggist kaupið þeirra. Svo náttúrulega eru hellingur eftir fyrir utan það,“ segir Valmundur . Verkfallið á að hefjast eftir rúma tvo sólarhringa ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Valmundur telur líklegt að af verkfallinu verði. „Mér finnst ekki vera nógu mikill gangur í þessu þannig,“ segir Valmundur. Útgerðarmenn eru þó vonbetri um að það náist að afstýra verkfalli. „Ég held að það eitt að menn sú að ræða saman og það er verið að gefa sér tíma í stór málefni að það eitt og sér er auðvitað jákvætt,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Valmundur segir að ekki hafi rætt í hans hópi um að fresta verkfallsaðgerðum „Það er ekki komið neitt á blað eða neitt. Við frestum ekki fyrir ekki neitt sko. Það er alveg á tæru,“ segir Valmundur. Dæmi eru um að lög hafi verið sett á fyrri verkfallsaðgerðir sjómanna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var spurður um það eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvort að stjórnvöld hygðust beita sér í deilunni. „Ég hef nú ekkert séð það fyrir mér. Ég ætla bara alltaf að vonast til þess að menn nái niðurstöðu með samningum,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Formaður Sjómannasambands Íslands segir líklegt að af verkfalli sjómanna verði þar sem enn séu of mörg deilumál óleyst. Sjómenn og útgerðarmenn komu saman til fundar klukkan fjögur í Karphúsinu og áttu fyrir fram von á að fundað yrði fram á kvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir enn mörg mál óleyst í kjaradeilunni. „Stærsta málið eru fiskverðsmál fyrir sjómenn, á því byggist kaupið þeirra. Svo náttúrulega eru hellingur eftir fyrir utan það,“ segir Valmundur . Verkfallið á að hefjast eftir rúma tvo sólarhringa ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Valmundur telur líklegt að af verkfallinu verði. „Mér finnst ekki vera nógu mikill gangur í þessu þannig,“ segir Valmundur. Útgerðarmenn eru þó vonbetri um að það náist að afstýra verkfalli. „Ég held að það eitt að menn sú að ræða saman og það er verið að gefa sér tíma í stór málefni að það eitt og sér er auðvitað jákvætt,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Valmundur segir að ekki hafi rætt í hans hópi um að fresta verkfallsaðgerðum „Það er ekki komið neitt á blað eða neitt. Við frestum ekki fyrir ekki neitt sko. Það er alveg á tæru,“ segir Valmundur. Dæmi eru um að lög hafi verið sett á fyrri verkfallsaðgerðir sjómanna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var spurður um það eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvort að stjórnvöld hygðust beita sér í deilunni. „Ég hef nú ekkert séð það fyrir mér. Ég ætla bara alltaf að vonast til þess að menn nái niðurstöðu með samningum,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira