Stórir dagar Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 07:00 9. nóvember 2016. Gærdagurinn var stór. Í gær rættust allir draumar og þrár og dýpstu, pervertískustu kenndir einnar manneskju, sem kjörin var forseti Bandaríkjanna. Risastór dagur fyrir bæði hana og heimsbyggðina. Sjálf er ég 23 ára og mig dreymir ýmislegt. Held ég alveg örugglega. Ég hef a.m.k. einsett mér einhvers konar grugguga samsuðu af markmiðum, sem ég vinn nú misötullega að, og ég á yfir 150 þúsund íslenskar krónur lagðar inn á sparnaðarreikning. Ég varð einnig þeirrar gæfu aðnjótandi að fæðast í vestrænu ríki sem er viðunandi vel liðið í alþjóðasamfélagi. Líf mitt er í ákveðnum farvegi, eða í það minnsta að þreifa fyrir sér í leit að einum slíkum. Við mér blasa stórir dagar. Ég er samt logandi hrædd. Hvað ef ég fer á mis við stóru dagana, sem renna aðeins upp í kjölfar þrotlausrar, ástríðufullrar vinnu í átt að tilteknu, skýru takmarki? Hvað ef ég ramba aldrei á það sem mig langar raunverulega til að gera og reika bara stefnulaust í gegnum lífið og ranka loksins við mér á dánarbeðinum og hef ekki afrekað neitt og það er of seint að gera nokkuð í því vegna þess að ég er bókstaflega dauð? Hvað ef ég er kannski alveg fullkomlega týnd? Þetta lúxusvandamál óákveðinnar forréttindastelpu á þrítugsaldri – að hafa ekki enn hent reiður á tilgangi sínum í jarðlífinu – heldur henni nefnilega í algjörum heljargreipum. Og það er kannski bara allt í lagi, svona í bili. Það er enn þá nægur tími til stefnu og það má alveg vera hrædd. Sérstaklega þegar stórir dagar eru í vændum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
9. nóvember 2016. Gærdagurinn var stór. Í gær rættust allir draumar og þrár og dýpstu, pervertískustu kenndir einnar manneskju, sem kjörin var forseti Bandaríkjanna. Risastór dagur fyrir bæði hana og heimsbyggðina. Sjálf er ég 23 ára og mig dreymir ýmislegt. Held ég alveg örugglega. Ég hef a.m.k. einsett mér einhvers konar grugguga samsuðu af markmiðum, sem ég vinn nú misötullega að, og ég á yfir 150 þúsund íslenskar krónur lagðar inn á sparnaðarreikning. Ég varð einnig þeirrar gæfu aðnjótandi að fæðast í vestrænu ríki sem er viðunandi vel liðið í alþjóðasamfélagi. Líf mitt er í ákveðnum farvegi, eða í það minnsta að þreifa fyrir sér í leit að einum slíkum. Við mér blasa stórir dagar. Ég er samt logandi hrædd. Hvað ef ég fer á mis við stóru dagana, sem renna aðeins upp í kjölfar þrotlausrar, ástríðufullrar vinnu í átt að tilteknu, skýru takmarki? Hvað ef ég ramba aldrei á það sem mig langar raunverulega til að gera og reika bara stefnulaust í gegnum lífið og ranka loksins við mér á dánarbeðinum og hef ekki afrekað neitt og það er of seint að gera nokkuð í því vegna þess að ég er bókstaflega dauð? Hvað ef ég er kannski alveg fullkomlega týnd? Þetta lúxusvandamál óákveðinnar forréttindastelpu á þrítugsaldri – að hafa ekki enn hent reiður á tilgangi sínum í jarðlífinu – heldur henni nefnilega í algjörum heljargreipum. Og það er kannski bara allt í lagi, svona í bili. Það er enn þá nægur tími til stefnu og það má alveg vera hrædd. Sérstaklega þegar stórir dagar eru í vændum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun