Innlent

Fundað í sjómannadeilunni í dag

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins.
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. vísir/ernir
Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna reyna nú að afstýra verkfalli sjómanna sem á að hefjast á eftir rúma tvo sólarhringa. Deiluaðilar ætla funda síðdegis en formaður Sjómannasambands Íslands segir allan undirbúning verkfallsins langt kominn og sjómenn tilbúna ef ekki semst í tæka tíð. 

Sjómenn samþykktu um miðjan október að boða til verkfalls með yfirgnæfandi meirihluta. Ótímabundið verkfall hefst klukkan ellefu á fimmtudagskvöldið ef ekki semst fyrir þann tíma. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir að deiluaðliðar ætli að funda klukkan fjögur dag. „Það er ekki langur tími til þess að klára þetta,“ segir Valmundur.   

Hann segir allan undirbúning verkfallsins langt kominn. „Það er allt klárt frá félögunum öllum. Menn eru búnir að gíra sig upp í það. Við erum svona að fara yfir hverjir verða í verkfalli og hverjir ekki. Það eru smábátarnir sem eru undir 12 metrum sem eru ekki í verkfalli. Aðrir eru í verkfalli,“ segir Valmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×