„Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. nóvember 2016 11:19 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Vísir „Mér finnst athyglisvert að Bjarni talar mikið um að það þurfi sterkan meirihluti og virðist þar af leiðandi ekki vera mjög spenntur að mynda ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð sem hefur bara 32 þingmenn á bak við sig. Ef það er rétt túlkun er ekki annað að sjá en Bjarni sé að reyna að gera hosur sínar grænar fyrir Vinstri grænum. Hann hefur klárlega verið að gera það opinberlega og á bak við tjöldin,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor um Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem reynir nú að fá formenn flokka til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við sig. Baldur segir Bjarna hafa tvo kosti í stöðunni, Bjarta framtíð og Viðreisn og svo Vinstri græna og einhvern þriðja flokk. „Og það virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum og einhverjum þriðja flokki,“ segir Baldur.Erfitt fyrir VG Hann segir að það yrði hins vegar afar erfitt fyrir Vinstri græna að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn án þess að hafa reynt að mynda miðvinstri stjórn fyrst, hvort sem sú stjórn væri meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn.Sjá einnig: Óttarr Proppé: „Ekkert komið á teikniborðið sem manni þykir líklegra en annað“ „Maður sér það bara á viðbrögðum á samfélagsmiðlunum hversu erfitt það yrði fyrir flokksmenn Vinstri grænna,“ segir Baldur. Hann bætir við að ef Bjarni sé skeptískur á þrjátíu og tveggja þingmanna meirihluta Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá sé formaður Sjálfstæðisflokksins í rauninni í mjög þröngri stöðu.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor.vísir/hannaFékk rúman tíma frá forseta Spurður hvort að Bjarni gæti mögulega verið að renna út á tíma og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þurfi að snúa sér annað með stjórnarmyndunarumboðið segir Baldur að Bjarni geti vissulega runnið út á tíma en forsetinn hafi gefið honum rúman tíma til viðræðna og það virðist enn vera á tímaplani. „Þetta er allt saman viðmið, það fer eftir hvort það sé eitthvað annað í spilunum. Ef á einhverjum tímapunkti forseti metur það svo að einhver annar sé líklegri til að mynda ríkisstjórn en sá sem er með umboðið, þá hlýtur hann að bregðast við. Ef ekkert annað sé í kortunum getur forsetinn dokað við og leyft þeim formanni sem er með umboðið að spreyta sig. Þetta er allt byggt á hefðum en ekki skrifuðum reglum.“„Geri ráð fyrir að allir séu að tala saman allstaðar“ Baldur segir aðra flokka síðan ekki þurfa endilega að fara eftir því hver sé með stjórnarmyndunarumboðið. „Ef Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill reyna að mynda ríkisstjórn til vinstri þá getur hún verið með formlegar þreifingar um það þó Bjarni sé með umboðið, hún getur það klárlega. Og ég geri ráð fyrir að allir séu að tala saman allstaðar.Að mati Baldurs Þórhallssonar er auðveldara fyrir flokka að láta af prinsippum eftir því sem lengra líður frá kosningum og því lengri tíma sem stjórnarmyndunarviðræðurnar taka.visir/anton brinkEf það færi svo að Bjarni Benediktsson myndi „missa“ stjórnarmyndunarumboðið þá gæti hann haldið áfram sínum stjórnarmyndunarþreifingum á bak við tjöldin.Ekki mikil tímapressa varðandi fjárlög Baldur segir þingið ekki undir neinni tímapressu að mynda meirihluta, ákjósanlegast væri að gera það sem fyrst en í raun liggi ekkert á. „Það er hægt að kalla saman þing og starfsstjórn getur lagt fram fjárlagafrumvarp og ef marka má þessar yfirlýsingar um góða samvinnu á komandi þingi þá ætti þingið að geta afgreitt fjárlög undir starfsstjórn, og þá getur ný ríkisstjórn breytt fjárlögunum að einhverju leyti með aukafjárlögum.“Léttara að láta af prinsippum því lengra sem líður Ljóst er að mikil störukeppni stendur nú yfir á milli formanna flokkanna á meðan þetta ástand ríkir en Baldur segir að því lengra sem líður frá kosningum og því lengra sem stjórnarmyndunarviðræðurnar taka því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. „Ég held að það sé að gerast meðal annars varðandi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri græn. VG mun eiga erfitt með að fara fyrst til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn. Það gengur þvert á það sem þeir sögðu fyrir kosningar að mynda ekki ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það yrði miklu auðveldara fyrir flokkinn að prófa fyrst að mynda vinstristjórn og ef það gengur þá yrði að horfa til Sjálfstæðisflokksins til að koma á stjórn í landinu. Það er miklu auðveldara að nálgast það þannig.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Mér finnst athyglisvert að Bjarni talar mikið um að það þurfi sterkan meirihluti og virðist þar af leiðandi ekki vera mjög spenntur að mynda ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð sem hefur bara 32 þingmenn á bak við sig. Ef það er rétt túlkun er ekki annað að sjá en Bjarni sé að reyna að gera hosur sínar grænar fyrir Vinstri grænum. Hann hefur klárlega verið að gera það opinberlega og á bak við tjöldin,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor um Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem reynir nú að fá formenn flokka til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við sig. Baldur segir Bjarna hafa tvo kosti í stöðunni, Bjarta framtíð og Viðreisn og svo Vinstri græna og einhvern þriðja flokk. „Og það virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum og einhverjum þriðja flokki,“ segir Baldur.Erfitt fyrir VG Hann segir að það yrði hins vegar afar erfitt fyrir Vinstri græna að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn án þess að hafa reynt að mynda miðvinstri stjórn fyrst, hvort sem sú stjórn væri meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn.Sjá einnig: Óttarr Proppé: „Ekkert komið á teikniborðið sem manni þykir líklegra en annað“ „Maður sér það bara á viðbrögðum á samfélagsmiðlunum hversu erfitt það yrði fyrir flokksmenn Vinstri grænna,“ segir Baldur. Hann bætir við að ef Bjarni sé skeptískur á þrjátíu og tveggja þingmanna meirihluta Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá sé formaður Sjálfstæðisflokksins í rauninni í mjög þröngri stöðu.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor.vísir/hannaFékk rúman tíma frá forseta Spurður hvort að Bjarni gæti mögulega verið að renna út á tíma og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þurfi að snúa sér annað með stjórnarmyndunarumboðið segir Baldur að Bjarni geti vissulega runnið út á tíma en forsetinn hafi gefið honum rúman tíma til viðræðna og það virðist enn vera á tímaplani. „Þetta er allt saman viðmið, það fer eftir hvort það sé eitthvað annað í spilunum. Ef á einhverjum tímapunkti forseti metur það svo að einhver annar sé líklegri til að mynda ríkisstjórn en sá sem er með umboðið, þá hlýtur hann að bregðast við. Ef ekkert annað sé í kortunum getur forsetinn dokað við og leyft þeim formanni sem er með umboðið að spreyta sig. Þetta er allt byggt á hefðum en ekki skrifuðum reglum.“„Geri ráð fyrir að allir séu að tala saman allstaðar“ Baldur segir aðra flokka síðan ekki þurfa endilega að fara eftir því hver sé með stjórnarmyndunarumboðið. „Ef Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill reyna að mynda ríkisstjórn til vinstri þá getur hún verið með formlegar þreifingar um það þó Bjarni sé með umboðið, hún getur það klárlega. Og ég geri ráð fyrir að allir séu að tala saman allstaðar.Að mati Baldurs Þórhallssonar er auðveldara fyrir flokka að láta af prinsippum eftir því sem lengra líður frá kosningum og því lengri tíma sem stjórnarmyndunarviðræðurnar taka.visir/anton brinkEf það færi svo að Bjarni Benediktsson myndi „missa“ stjórnarmyndunarumboðið þá gæti hann haldið áfram sínum stjórnarmyndunarþreifingum á bak við tjöldin.Ekki mikil tímapressa varðandi fjárlög Baldur segir þingið ekki undir neinni tímapressu að mynda meirihluta, ákjósanlegast væri að gera það sem fyrst en í raun liggi ekkert á. „Það er hægt að kalla saman þing og starfsstjórn getur lagt fram fjárlagafrumvarp og ef marka má þessar yfirlýsingar um góða samvinnu á komandi þingi þá ætti þingið að geta afgreitt fjárlög undir starfsstjórn, og þá getur ný ríkisstjórn breytt fjárlögunum að einhverju leyti með aukafjárlögum.“Léttara að láta af prinsippum því lengra sem líður Ljóst er að mikil störukeppni stendur nú yfir á milli formanna flokkanna á meðan þetta ástand ríkir en Baldur segir að því lengra sem líður frá kosningum og því lengra sem stjórnarmyndunarviðræðurnar taka því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. „Ég held að það sé að gerast meðal annars varðandi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri græn. VG mun eiga erfitt með að fara fyrst til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn. Það gengur þvert á það sem þeir sögðu fyrir kosningar að mynda ekki ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það yrði miklu auðveldara fyrir flokkinn að prófa fyrst að mynda vinstristjórn og ef það gengur þá yrði að horfa til Sjálfstæðisflokksins til að koma á stjórn í landinu. Það er miklu auðveldara að nálgast það þannig.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25
Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37
Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05