Náðu ekki samkomulagi um fiskverð en viðræðurnar þokast áfram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 21:35 Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Vísir Ekki náðist samkomulag um fiskverð á fundi samninganefnda sjómanna og samninganefndar útgerðarmanna í dag en Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir þó að fundurinn hafi gengið vel en honum lauk um sexleytið. Verðlagsmálin eru það eina sem rætt er nú og vilja menn klára það áður en næstu skref verða tekin. Sjómenn hafa boðað verkfall sem hefjast á klukkan 23 næstkomandi fimmtudag. „Menn eru allavega að tala saman og ég held að það sé hægt að segja það að menn séu að tala á sömu nótunum. Á meðan menn eru að ræða saman þá miðast þetta áfram en svo hittumst við aftur klukkan 16 á morgun. Menn ætla svona að vinna heimavinnu og fara yfir þetta og svo fæst vonandi einhver niðurstaða varðandi fiskverðið á morgun en þá er allt annað eftir,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samninganefndir hafa fundað með reglulegu millibili frá árinu 2012, en viðræður hófust fyrir alvöru síðasta haust. Aðspurður kveðst Guðmundur bjartsýnn á að menn nái saman áður en verkfall skellur á. „Á meðan menn eru að tala í sömu áttina þá er eitthvað að gerast,“ segir hann. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Ekki náðist samkomulag um fiskverð á fundi samninganefnda sjómanna og samninganefndar útgerðarmanna í dag en Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir þó að fundurinn hafi gengið vel en honum lauk um sexleytið. Verðlagsmálin eru það eina sem rætt er nú og vilja menn klára það áður en næstu skref verða tekin. Sjómenn hafa boðað verkfall sem hefjast á klukkan 23 næstkomandi fimmtudag. „Menn eru allavega að tala saman og ég held að það sé hægt að segja það að menn séu að tala á sömu nótunum. Á meðan menn eru að ræða saman þá miðast þetta áfram en svo hittumst við aftur klukkan 16 á morgun. Menn ætla svona að vinna heimavinnu og fara yfir þetta og svo fæst vonandi einhver niðurstaða varðandi fiskverðið á morgun en þá er allt annað eftir,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samninganefndir hafa fundað með reglulegu millibili frá árinu 2012, en viðræður hófust fyrir alvöru síðasta haust. Aðspurður kveðst Guðmundur bjartsýnn á að menn nái saman áður en verkfall skellur á. „Á meðan menn eru að tala í sömu áttina þá er eitthvað að gerast,“ segir hann. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26