Andri í góðum málum eftir fyrsta hring á Spáni Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. nóvember 2016 12:15 Andri Þór Mynd/Golfsamband Íslands Andri Þór Björnsson, kylfingur úr GR, er á þremur höggum undir pari eftir fyrsta dag á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi en fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á öðru stigi á Spáni um þessa helgi. Andri, Þórður Rafn Gissurarson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, allir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, taka þátt í öðru stigi en aldrei hafa jafn margir karlkyns kylfingar komist á annað stigið. Andri sem leikur á Las Colinas-vellinum í Alicante fékk örn á annarri holu á fyrsta degi og þrjá fugla á fyrri níu en fékk tvo skolla á fyrstu fjórum holunum. Tókst honum að halda pari á seinni níu með tveimur fuglum og tveimur skollum á lokaholunum en hann deilir fjórtánda sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en efstu tuttugu komast á lokastigið. Þórður, Haraldur og Guðmundur náðu sér ekki á strik í gær en þetta er í fyrsta skiptið sem Haraldur og Guðmundur reyna fyrir sér í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Þórður sem leikur á velli rétt fyrir utan Valencia lék á fimm höggum yfir pari í gær og er í 77. sæti fyrir annan daginn. Haraldur lék á 76. höggum í gær, fjórum höggum yfir pari og er í 76. sæti. Guðmundur Ágúst lék á 73. höggum og er í 64. sæti á tveimur höggum yfir pari fyrir annan hringinn. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Andri Þór Björnsson, kylfingur úr GR, er á þremur höggum undir pari eftir fyrsta dag á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi en fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á öðru stigi á Spáni um þessa helgi. Andri, Þórður Rafn Gissurarson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, allir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, taka þátt í öðru stigi en aldrei hafa jafn margir karlkyns kylfingar komist á annað stigið. Andri sem leikur á Las Colinas-vellinum í Alicante fékk örn á annarri holu á fyrsta degi og þrjá fugla á fyrri níu en fékk tvo skolla á fyrstu fjórum holunum. Tókst honum að halda pari á seinni níu með tveimur fuglum og tveimur skollum á lokaholunum en hann deilir fjórtánda sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en efstu tuttugu komast á lokastigið. Þórður, Haraldur og Guðmundur náðu sér ekki á strik í gær en þetta er í fyrsta skiptið sem Haraldur og Guðmundur reyna fyrir sér í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Þórður sem leikur á velli rétt fyrir utan Valencia lék á fimm höggum yfir pari í gær og er í 77. sæti fyrir annan daginn. Haraldur lék á 76. höggum í gær, fjórum höggum yfir pari og er í 76. sæti. Guðmundur Ágúst lék á 73. höggum og er í 64. sæti á tveimur höggum yfir pari fyrir annan hringinn.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira