Salka Valka Óttar Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Breskur prófessor í geðlækningum, David Sinclair, hélt fyrirlestur í Hannesarholti í vikunni. Hann fjallaði um athuganir sínar á skáldsögum Halldórs Laxness frá sjónarhóli geðlækninga. Sinclair ræddi um alla þrjóskupúkana, Bjart í Sumarhúsum, Jón Hreggviðsson og Steinar undir Steinahlíðum o.fl. og velti fyrir sér undarlegu úthaldi og þoli þessara manna. Konunum skipti hann í þolendur (Sigurlínu í Mararbúð, Ástu Sóllilju) og baráttukonur eins og Sölku Völku og Uglu í Atómstöðinni. Er eitthvað til sem heitir þjóðarsál eða þjóðarkarakter? Margar af persónum Halldórs ganga í gegnum ótrúlegar þrengingar en komast af sakir innri styrkleika og þvermóðsku. Prófessorinn var sérlega hrifinn af Sölku Völku og spruttu fróðlegar umræður um persónuleika hennar. Góðar bókmenntir lifa vegna þess að fólk les þær með nýju hugarfari sem kallar á aðrar túlkanir. Fyrir mér er Halldór Laxness að leika sér að transgenderhugtakinu í lýsingum sínum á Sölku. Hún er með dæmigerðan kynáttunarvanda og nær engum sáttum við eigin líkama eða kynímynd. Á þessum árum (1932) er þetta ástand nánast óþekkt þótt þýskir kynfræðingar hafi lýst því í fræðibókum. Halldór hefur heillast af þessu viðfangsefni og býr til lítinn strák í kvenmannslíkama sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Salka fann sig hvorki í kven- né karlhlutverkinu svo að kannski var hún milli vita eða kynsegin. Sinclair hélt því fram að hún hafi verið ólétt í bókarlokin en ég taldi að hún hefði helst viljað fara í brjóstnám og nafnabreytingu til að nálgast sjálfa sig betur. Salka Valka heldur áfram að vefjast fyrir mönnum eins og forðum á Óseyri við Axarfjörð. Allavega var hún langt á undan sinni samtíð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun
Breskur prófessor í geðlækningum, David Sinclair, hélt fyrirlestur í Hannesarholti í vikunni. Hann fjallaði um athuganir sínar á skáldsögum Halldórs Laxness frá sjónarhóli geðlækninga. Sinclair ræddi um alla þrjóskupúkana, Bjart í Sumarhúsum, Jón Hreggviðsson og Steinar undir Steinahlíðum o.fl. og velti fyrir sér undarlegu úthaldi og þoli þessara manna. Konunum skipti hann í þolendur (Sigurlínu í Mararbúð, Ástu Sóllilju) og baráttukonur eins og Sölku Völku og Uglu í Atómstöðinni. Er eitthvað til sem heitir þjóðarsál eða þjóðarkarakter? Margar af persónum Halldórs ganga í gegnum ótrúlegar þrengingar en komast af sakir innri styrkleika og þvermóðsku. Prófessorinn var sérlega hrifinn af Sölku Völku og spruttu fróðlegar umræður um persónuleika hennar. Góðar bókmenntir lifa vegna þess að fólk les þær með nýju hugarfari sem kallar á aðrar túlkanir. Fyrir mér er Halldór Laxness að leika sér að transgenderhugtakinu í lýsingum sínum á Sölku. Hún er með dæmigerðan kynáttunarvanda og nær engum sáttum við eigin líkama eða kynímynd. Á þessum árum (1932) er þetta ástand nánast óþekkt þótt þýskir kynfræðingar hafi lýst því í fræðibókum. Halldór hefur heillast af þessu viðfangsefni og býr til lítinn strák í kvenmannslíkama sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Salka fann sig hvorki í kven- né karlhlutverkinu svo að kannski var hún milli vita eða kynsegin. Sinclair hélt því fram að hún hafi verið ólétt í bókarlokin en ég taldi að hún hefði helst viljað fara í brjóstnám og nafnabreytingu til að nálgast sjálfa sig betur. Salka Valka heldur áfram að vefjast fyrir mönnum eins og forðum á Óseyri við Axarfjörð. Allavega var hún langt á undan sinni samtíð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.