Innlent

Óttarr og Benedikt fara á fund Bjarna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Óttarr og Benedikt í þinghúsinu áður en þeir fóru til fundar við Bjarna.
Óttarr og Benedikt í þinghúsinu áður en þeir fóru til fundar við Bjarna. vísir/vilhelm
Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar eru farnir til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Þeir fóru saman frá þinghúsinu nú rétt fyrir þrjú en í viðtali við Vísi í dag sagði Óttarr að Björt framtíð og Viðreisn myndu vera samsíða í öllum viðræðum um mögulega ríkisstjórn svo að rödd frjálslyndrar miðju heyrist vel.

„Við leggjum áherslu á að rödd frjálslyndrar miðju heyrist vel í öllum mögulegum stjórnarviðræðum. Það er mikil samlegð að mörgu leyti milli flokkanna og þess vegna teljum við að það sé sterkara að við komum fram saman,“ sagði Óttarr.

Óttarr og Benedikt fara yfir málin í Tjarnargötunni áður en þeir fara á fund Bjarna.vísir/anton brink

Tengdar fréttir

Óttarr og Benedikt munu mæta saman til fundar við Bjarna

Þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar munu mæta saman til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag.

Píratar farnir af fundi Bjarna

Fundi þeirra Birgittu Jónsdóttur, Einars Brynjólfssonar og Smára McCarthy þingmönnum Pírata með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir hálfþrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×