Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 10:53 Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppé takast í hendur. vísir/anton brink Eins og Vísir greindi frá í morgun munu þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar mæta saman á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins síðdegis í dag vegna stjórnarmyndunarviðræðna en Bjarni fékk umboð til þeirra frá forseta Íslands í gær. Óttarr segir að Björt framtíð og Viðreisn gangi samsíða í öllum viðræðum um mögulega ríkisstjórn til að rödd hinnar frjálslyndu miðju heyrist vel, en segir að það geti reynst erfitt fyrir þessa tvo flokka að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í viðtali við Stundina í gær sagði Óttarr að ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum væri „ekki neitt sérstaklega spennandi kostur“ og að honum hugnaðist betur „fimm flokka módel eða módel þar sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG kæmi að.“Ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks sterkust með BF og Viðreisn Aðspurður hvernig þetta komi allt heim og saman við það að Björt framtíð gangi nú með Viðreisn í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum segir Óttarr að þegar hann tali um ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks þá líti hann svo á að hún sé sterkust með bæði Bjartri framtíð og Viðreisn innan borðs. En hvað á hann þá við þegar hann segir að honum finnist ekki spennandi kostur að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn og mynda þannig það sem hafi verið kallað DAC-stjórn? „Það er nú kannski aðallega það, og þar er ég sammála Bjarna Benediktssyni og öðrum, að sú stjórn stæði mjög tæpt með eins manns meirihluta. Þá hef ég líka sagt að það er í ýmsum málum sem hefur borið ansi mikið á milli okkar og Sjálfstæðisflokks og svo sem líka Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Það gæti því reynst erfitt að mynda þannig ríkisstjórn og hún yrði allavega ekki sú sterkasta sem gæti komið út úr þessari óljósu og flóknu stöðu.“Björt framtíð ekki byrjuð að ræða hvaða málamiðlanir hún myndi gera í ríkisstjórn Vegna þess hversu tæpan meirihluta DAC-stjórn myndi hafa hefur það verið nefnt að hún gæti notið óbeins stuðnings Framsóknarflokksins á þingi, en gæti Óttarr hugsað sér að vera í ríkisstjórn sem myndi njóta stuðnings þess flokks? „Ég er ekki kominn svo langt að ímynda mér setu í ríkisstjórn. Það er þó engin launung að Framsóknarflokkurinn hefur átt í miklum vanda sem hann er ekki enn búinn að leysa og það bara eins og annað flækir stöðuna.“ Þá segir Óttarr að aðkoma Bjartrar framtíðar að ríkisstjórn myndi verða utan um sterk málefni og umbætur en segir flokkinn þó ekki kominn það langt í að ræða það hvaða málamiðlanir hann væri til í að gera í ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson fundar með leiðtogum fimm stjórnmálaflokka í dag vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni og Lilju Alfreðsdóttur leiðtogum Framsóknarflokksins í gær. Nú situr Bjarni á fundi með Katrínu Jakobsdóttur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun munu þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar mæta saman á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins síðdegis í dag vegna stjórnarmyndunarviðræðna en Bjarni fékk umboð til þeirra frá forseta Íslands í gær. Óttarr segir að Björt framtíð og Viðreisn gangi samsíða í öllum viðræðum um mögulega ríkisstjórn til að rödd hinnar frjálslyndu miðju heyrist vel, en segir að það geti reynst erfitt fyrir þessa tvo flokka að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í viðtali við Stundina í gær sagði Óttarr að ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum væri „ekki neitt sérstaklega spennandi kostur“ og að honum hugnaðist betur „fimm flokka módel eða módel þar sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG kæmi að.“Ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks sterkust með BF og Viðreisn Aðspurður hvernig þetta komi allt heim og saman við það að Björt framtíð gangi nú með Viðreisn í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum segir Óttarr að þegar hann tali um ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks þá líti hann svo á að hún sé sterkust með bæði Bjartri framtíð og Viðreisn innan borðs. En hvað á hann þá við þegar hann segir að honum finnist ekki spennandi kostur að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn og mynda þannig það sem hafi verið kallað DAC-stjórn? „Það er nú kannski aðallega það, og þar er ég sammála Bjarna Benediktssyni og öðrum, að sú stjórn stæði mjög tæpt með eins manns meirihluta. Þá hef ég líka sagt að það er í ýmsum málum sem hefur borið ansi mikið á milli okkar og Sjálfstæðisflokks og svo sem líka Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Það gæti því reynst erfitt að mynda þannig ríkisstjórn og hún yrði allavega ekki sú sterkasta sem gæti komið út úr þessari óljósu og flóknu stöðu.“Björt framtíð ekki byrjuð að ræða hvaða málamiðlanir hún myndi gera í ríkisstjórn Vegna þess hversu tæpan meirihluta DAC-stjórn myndi hafa hefur það verið nefnt að hún gæti notið óbeins stuðnings Framsóknarflokksins á þingi, en gæti Óttarr hugsað sér að vera í ríkisstjórn sem myndi njóta stuðnings þess flokks? „Ég er ekki kominn svo langt að ímynda mér setu í ríkisstjórn. Það er þó engin launung að Framsóknarflokkurinn hefur átt í miklum vanda sem hann er ekki enn búinn að leysa og það bara eins og annað flækir stöðuna.“ Þá segir Óttarr að aðkoma Bjartrar framtíðar að ríkisstjórn myndi verða utan um sterk málefni og umbætur en segir flokkinn þó ekki kominn það langt í að ræða það hvaða málamiðlanir hann væri til í að gera í ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson fundar með leiðtogum fimm stjórnmálaflokka í dag vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni og Lilju Alfreðsdóttur leiðtogum Framsóknarflokksins í gær. Nú situr Bjarni á fundi með Katrínu Jakobsdóttur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05