Minna um útstrikanir nú en árið 2013 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Samanburður milli kosninganna nú og 2013. grafík/guðmundur snær Kjósendur Framsóknarflokksins breyttu listum flokksins oftast í kosningunum sem fram fóru síðastliðinn laugardag. Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar gerðu fæstar breytingar. Minna var um útstrikanir og breytingar á kjörseðlum í þingkosningunum nú en í kosningunum árið 2013. „Það hefur verið spurt um útstrikanir og endurröðun í íslensku kosningarannsókninni undanfarin ár en niðurstöðurnar ekki greindar frekar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Of fáir svarendur könnunarinnar hafa breytt röðuninni til að hægt sé að skoða niðurstöðurnar. 5.944 kjósendur, 3,32 prósent gildra atkvæða, breyttu framboðslista með því að strika yfir frambjóðanda eða endurraða frambjóðendum í þingkosningunum síðastliðinn laugardag. Í þessari samantekt er litið til allra lista framboða sem náðu manni inn á þing. Í kosningunum 2013 breyttu 6.922 röð á lista eða 4,15 prósent. Árið 2013 voru það kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem oftast breyttu röðun á lista en nú voru Framsóknarmenn mest í því. Síðast var mest um breytingar í Reykjavík norður en nú var það í Norðausturkjördæmi sem breytingablýanturinn var mest á lofti.Eva Heiða HönnudóttirEngar rannsóknir eru til um það hvort flokksbundnir einstaklingar eða aðrir eru líklegri til að strika út eða raða lista upp á nýtt. „En þetta er nokkuð borðleggjandi. Ef þú kannt illa við frambjóðandann þá strikar þú hann út,“ segir Eva Heiða. Augljóst er að átökin í Framsóknarflokknum vikurnar og mánuðina fyrir kosningar hafa haft áhrif. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Eygló Harðardóttir voru öll strikuð oft út af kjósendum flokksins. Formaður og varaformaður flokksins, þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir, sluppu hins vegar vel. Sé horft á lista annarra framboða var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir strikuð oftast út af kjósendum Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Athyglisvert er að bera saman útstrikanir Sjálfstæðisflokksins þá og nú. 2013 var einna oftast strikað yfir Bjarna Benediktsson en mun færri gerðu það nú. Svipaða sögu er að segja af þingmönnum flokksins þeim Ásmundi Friðrikssyni og Óla Birni Kárasyni. Óvinsældir Vilhjálms Bjarnasonar aukast hins vegar milli kosninga. „Útstrikanirnar í Sjálfstæðisflokknum nú virðast ekki beinast að ákveðinni persónu líkt og raunin er í Framsóknarflokknum,“ segir Eva Heiða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá“ Sigmundur Davíð Gunnlaugssons segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. 2. nóvember 2016 19:05 Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19 Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Kjósendur Framsóknarflokksins breyttu listum flokksins oftast í kosningunum sem fram fóru síðastliðinn laugardag. Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar gerðu fæstar breytingar. Minna var um útstrikanir og breytingar á kjörseðlum í þingkosningunum nú en í kosningunum árið 2013. „Það hefur verið spurt um útstrikanir og endurröðun í íslensku kosningarannsókninni undanfarin ár en niðurstöðurnar ekki greindar frekar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Of fáir svarendur könnunarinnar hafa breytt röðuninni til að hægt sé að skoða niðurstöðurnar. 5.944 kjósendur, 3,32 prósent gildra atkvæða, breyttu framboðslista með því að strika yfir frambjóðanda eða endurraða frambjóðendum í þingkosningunum síðastliðinn laugardag. Í þessari samantekt er litið til allra lista framboða sem náðu manni inn á þing. Í kosningunum 2013 breyttu 6.922 röð á lista eða 4,15 prósent. Árið 2013 voru það kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem oftast breyttu röðun á lista en nú voru Framsóknarmenn mest í því. Síðast var mest um breytingar í Reykjavík norður en nú var það í Norðausturkjördæmi sem breytingablýanturinn var mest á lofti.Eva Heiða HönnudóttirEngar rannsóknir eru til um það hvort flokksbundnir einstaklingar eða aðrir eru líklegri til að strika út eða raða lista upp á nýtt. „En þetta er nokkuð borðleggjandi. Ef þú kannt illa við frambjóðandann þá strikar þú hann út,“ segir Eva Heiða. Augljóst er að átökin í Framsóknarflokknum vikurnar og mánuðina fyrir kosningar hafa haft áhrif. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Eygló Harðardóttir voru öll strikuð oft út af kjósendum flokksins. Formaður og varaformaður flokksins, þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir, sluppu hins vegar vel. Sé horft á lista annarra framboða var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir strikuð oftast út af kjósendum Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Athyglisvert er að bera saman útstrikanir Sjálfstæðisflokksins þá og nú. 2013 var einna oftast strikað yfir Bjarna Benediktsson en mun færri gerðu það nú. Svipaða sögu er að segja af þingmönnum flokksins þeim Ásmundi Friðrikssyni og Óla Birni Kárasyni. Óvinsældir Vilhjálms Bjarnasonar aukast hins vegar milli kosninga. „Útstrikanirnar í Sjálfstæðisflokknum nú virðast ekki beinast að ákveðinni persónu líkt og raunin er í Framsóknarflokknum,“ segir Eva Heiða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá“ Sigmundur Davíð Gunnlaugssons segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. 2. nóvember 2016 19:05 Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19 Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
„Hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá“ Sigmundur Davíð Gunnlaugssons segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. 2. nóvember 2016 19:05
Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19
Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07