Innlent

Nýr þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Valhöll

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þingflokkurinn er sá stærsti á þingi en í honum eru 21 þingmaður.
Þingflokkurinn er sá stærsti á þingi en í honum eru 21 þingmaður. Vísir/Eyþór
Nýr þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar nú í Valhöll eftir að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, fékk umboð til stjórnarmyndunar.

Þingflokkurinn er sá stærsti á þingi en í honum eru 21 þingmaður. Þar á meðal mörg ný andlit sem aldrei hafa setið á þingi áður. Ber þar helst að nefna Áslaugu Örnu Sigurbjörsdóttur, ritara flokksins og Pál Magnússon, oddvita flokksins í Suðurkjördæmi.

Bjarni sagði fyrr í dag að hann væri ekki búinn að útiloka neitt stjórnarmynstur. Hann myndi reyna að heyra í formönnum annarra flokka í dag til þess að sjá hvernig landið lægi.

Líkt og komið hefur fram þýða úrslit kosninganna að ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn og þarf að lágmarki þrjá flokka til þess. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×