Innlent

Forsetinn sammála lesendum Vísis

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn.
Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn. Vísir/Eyþór
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund klukkan 11 í dag og veitti honum fyrstum færi á að mynda nýja ríkisstjórn.

Það gerði forsetinn í kjölfar samtals við forystufólk allra flokka sem fengu mann kjörinn í kosningunum á laugardag.

Ákvörðun Guðna helst í hendur við skoðun lesenda Vísis sem spurðir voru í gær hverjum þeir myndu veita umboðið væru þau í sporum forsetans.

Niðustöður könnunar Vísis voru á þá leið að flestir, eða 47% aðspurðra, töldu að Bjarni ætti að fá stjórnarmyndunarumboðið.

Næstur á eftir honum kom Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem hlaut 30% atkvæða. Þriðji var Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, en 17% töldu að hann ætti fá stjórnarmyndunarumboðið.

Aðrir flokkar fengu minna eins og niðurstöðurnar hér að neðan bera með sér. Alls voru greidd um 5400 atkvæði.

Niðurstöður könnunar Vísis

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×