Ronda hættir bráðum í UFC: „Næsti bardagi klárlega einn af mínum síðustu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2016 11:30 Bardagakonan Ronda Rousey, ofurstjarna UFC-bardagasambandsins, snýr aftur í búrið á í lok árs þegar hún mætir Amöndu Nunes í titilbardaga á risa bardagakvöldi í Las Vegas.. Ronda hefur ekki barist í eitt ár eða síðan hún var rotuð af Holly Holm og beltið hirt af henni í Ástralíu 15. nóvember á síðasta ári. Hún ákvað að taka sér frí eftir það og einbeita sér að öðrum hlutum eins og kvikmyndaleik. Ummæli Rondu í viðtali í spjallþætti Ellen DeGeneres í gær hafa vakið mikla athygli en þar talaði hún um að þetta væri einn síðasti bardagi hennar á ferlinum. Svo virðist sem Ellen sé sá fjölmiðlamaður sem fær það besta út úr Rondu en í byrjun árs viðurkenndi hún við Ellen að hafa íhugað sjálfsvíg eftir tapið gegn Holm. „Mér líður vel. Ég er búin að æfa tvisvar á dag síðan í ágúst þannig mér líður eins og ég sé klár í slaginn,“ sagði Ronda við Ellen sem spurði bardagadrottninguna svo hvað hún ætti mikið eftir í sportinu. „Ekki það mikið. Þetta er klárlega einn af mínum síðustu bardögum. Ég fer að hætta þessu. Það er eins gott fyrir alla að horfa því þessi sýning verður ekki í gangi að eilífu,“ sagði Ronda Rousey. Ronda fór langt með að setja allt á hliðina með þessum ummælum því þegar flestir bjuggust við að hún væri að snúa aftur með látum vilja margir sérfræðingar meina að hún sé nú þegar hætt í huganum. Einn þeirra er útvarpsmaðurinn Colin Cowherd sem stýrir bæði vinsælum útvarpsþætti og sjónvarpsþætti á FOX Sports. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þér verður rústað af Amöndu Nunes. Það er ekki hægt að fara af hálfum huga inn í UFC-bardaga. Í alvöru. Þetta er ekki eins og körfubolti eða eitthvað þannig. Ef Ronda Rousey er með að í kollinum að þetta sé einn af hennar síðustu bardögum er hún nú þegar hætt. Hún er komin með annan fótinn út um dyrnar,“ sagði Cowherd í útvarpsþætti sínum, The Heard. Íþróttafréttamaðurinn Jason Whitlock, sem sér um þáttinn Speak for your self ásamt Cowherd, tók undir með félaga sínum og fór jafnvel lengra. Hann sagði að Ronda væri einfaldlega bara að gera UFC greiða fyrir það sem það hefur gert fyrir hana með því að berjast núna. Whitlock sagði að hún væri nú þegar hætt í huganum. Viðtal Rondu við Ellen DeGeneres má sjá hér að ofan en umræðu Cowherd og Whitlock má sjá hér að neðan. MMA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Bardagakonan Ronda Rousey, ofurstjarna UFC-bardagasambandsins, snýr aftur í búrið á í lok árs þegar hún mætir Amöndu Nunes í titilbardaga á risa bardagakvöldi í Las Vegas.. Ronda hefur ekki barist í eitt ár eða síðan hún var rotuð af Holly Holm og beltið hirt af henni í Ástralíu 15. nóvember á síðasta ári. Hún ákvað að taka sér frí eftir það og einbeita sér að öðrum hlutum eins og kvikmyndaleik. Ummæli Rondu í viðtali í spjallþætti Ellen DeGeneres í gær hafa vakið mikla athygli en þar talaði hún um að þetta væri einn síðasti bardagi hennar á ferlinum. Svo virðist sem Ellen sé sá fjölmiðlamaður sem fær það besta út úr Rondu en í byrjun árs viðurkenndi hún við Ellen að hafa íhugað sjálfsvíg eftir tapið gegn Holm. „Mér líður vel. Ég er búin að æfa tvisvar á dag síðan í ágúst þannig mér líður eins og ég sé klár í slaginn,“ sagði Ronda við Ellen sem spurði bardagadrottninguna svo hvað hún ætti mikið eftir í sportinu. „Ekki það mikið. Þetta er klárlega einn af mínum síðustu bardögum. Ég fer að hætta þessu. Það er eins gott fyrir alla að horfa því þessi sýning verður ekki í gangi að eilífu,“ sagði Ronda Rousey. Ronda fór langt með að setja allt á hliðina með þessum ummælum því þegar flestir bjuggust við að hún væri að snúa aftur með látum vilja margir sérfræðingar meina að hún sé nú þegar hætt í huganum. Einn þeirra er útvarpsmaðurinn Colin Cowherd sem stýrir bæði vinsælum útvarpsþætti og sjónvarpsþætti á FOX Sports. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þér verður rústað af Amöndu Nunes. Það er ekki hægt að fara af hálfum huga inn í UFC-bardaga. Í alvöru. Þetta er ekki eins og körfubolti eða eitthvað þannig. Ef Ronda Rousey er með að í kollinum að þetta sé einn af hennar síðustu bardögum er hún nú þegar hætt. Hún er komin með annan fótinn út um dyrnar,“ sagði Cowherd í útvarpsþætti sínum, The Heard. Íþróttafréttamaðurinn Jason Whitlock, sem sér um þáttinn Speak for your self ásamt Cowherd, tók undir með félaga sínum og fór jafnvel lengra. Hann sagði að Ronda væri einfaldlega bara að gera UFC greiða fyrir það sem það hefur gert fyrir hana með því að berjast núna. Whitlock sagði að hún væri nú þegar hætt í huganum. Viðtal Rondu við Ellen DeGeneres má sjá hér að ofan en umræðu Cowherd og Whitlock má sjá hér að neðan.
MMA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira