Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 22:19 Yfir 800 kjósendur strikuðu yfir nafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Vísir/Stefán Talsvert var um útstrikanir á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sá frambjóðandi sem hlaut langflestar útstrikanir var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti flokksins í kjördæminu. Strikað var 817 sinnum yfir nafn Sigmundar. Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, fullyrti í samtali við Vísi í gær að einn maður hafi verið áberandi meira strikaður út en aðrir og er nú ljóst að Sigmundur Davíð er frambjóðandinn sem um ræðir. Samkvæmt skýrslu yfirkjörstjórnar kjördæmisins voru útstrikanir Framsóknarflokksins, eða færsla niður um sæti, alls 945. Skýrslan birtir þó aðeins útstrikanir fulltrúa sem náðu kjöri svo vera má að útstrikanirnar hafi verið fleiri. Flokkurinn fékk í heild 4.542 atkvæði og strikuðu því 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins yfir oddvitann og formanninn fyrrverandi. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða 6.014. Þeir fulltrúar flokksins sem náðu kjöri fengu samanlagt 185 útstrikanir. Kristján Þór Júlíusson, oddviti flokksins í kjördæminu, var þar efstur á blaði en hann var strikaður út 64 sinnum.Útstrikanir höfðu ekki áhrif á röðun á listaÚtstrikanirnar virðast ekki hafa haft áhrif á röðun fulltrúa á lista. Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku kemur fram að mikil samstaða þurfi að vera á meðal kjósenda til þess að hægt sé að framkalla breytingu á listum. Nýjasta tilfelli þess að útstrikanir hafi haft áhrif á röðun frambjóðenda á lista er frá árinu 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Flokksbróðir hans, Árni Johnsen, færðist einnig niður um lista í Suðurkjördæmi sama ár. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Talsvert var um útstrikanir á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sá frambjóðandi sem hlaut langflestar útstrikanir var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti flokksins í kjördæminu. Strikað var 817 sinnum yfir nafn Sigmundar. Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, fullyrti í samtali við Vísi í gær að einn maður hafi verið áberandi meira strikaður út en aðrir og er nú ljóst að Sigmundur Davíð er frambjóðandinn sem um ræðir. Samkvæmt skýrslu yfirkjörstjórnar kjördæmisins voru útstrikanir Framsóknarflokksins, eða færsla niður um sæti, alls 945. Skýrslan birtir þó aðeins útstrikanir fulltrúa sem náðu kjöri svo vera má að útstrikanirnar hafi verið fleiri. Flokkurinn fékk í heild 4.542 atkvæði og strikuðu því 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins yfir oddvitann og formanninn fyrrverandi. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða 6.014. Þeir fulltrúar flokksins sem náðu kjöri fengu samanlagt 185 útstrikanir. Kristján Þór Júlíusson, oddviti flokksins í kjördæminu, var þar efstur á blaði en hann var strikaður út 64 sinnum.Útstrikanir höfðu ekki áhrif á röðun á listaÚtstrikanirnar virðast ekki hafa haft áhrif á röðun fulltrúa á lista. Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku kemur fram að mikil samstaða þurfi að vera á meðal kjósenda til þess að hægt sé að framkalla breytingu á listum. Nýjasta tilfelli þess að útstrikanir hafi haft áhrif á röðun frambjóðenda á lista er frá árinu 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Flokksbróðir hans, Árni Johnsen, færðist einnig niður um lista í Suðurkjördæmi sama ár.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira