Bréf Bjarna til flokksmanna: Tækifæri til myndunar þriggja flokka stjórnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2016 13:11 Bjarni ræðir við fjölmiðlafólk á Bessastöðum í gær. vísir/friðrik þór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir kjósendur hafa hafnað vinstri upplausn og óvissu í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn sé eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Þetta kemur fram í bréfi hans til flokksmanna í morgun. Bjarni segir niðurstöður kosninganna gefa flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn. Bjarni óskaði sem kunnugt er eftir umboði til að mynda ríkisstjórn á fundi sínum með forseta Íslands á Bessastöðum. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Bjarna í dag en án árangurs.Bréf Bjarna í heild sinni má sjá hér að neðanKæru félagar og vinir! Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í það hvað ég gleðst yfir úrslitum kosninganna. Tilfinningin var stórkostleg og hún mun án nokkurs vafa lita störf okkar inn í framtíðina, bæði í pólitíkinni og innra starfi flokksins. Kosningasigur okkar var byggður á ötulu og fórnfúsu starfi þúsunda sjálfstæðismanna um allt land. Hann byggðist á fólkinu sem talaði máli flokksins við félaga sína og fjölskyldu, bar út bæklinga, hringdi í fólk til áminningar, hellti upp á kaffi í kosningamiðstöðvum og skutlaði öldruðum ættingja á kjörstað. Fólkinu sem kom og kaus og einnig þeim sem létu sér „læka“ við flokkinn á Facebook. Það munaði um allt og það munaði um alla. Þakka ykkur kærlega fyrir alla hjálpina og traustið. Kosningabaráttan var stutt og snörp og við getum verið stolt af henni. Við komum fram af málefnafestu og heiðarleika; við töluðum skýrt um árangurinn sem við höfum náð og við töluðum skýrt um hvert við stefnum. Við gáfum ekki stór og óraunhæf loforð. Við lofuðum því einu, að við héldum okkar striki, treystum efnahagslífið frekar, byggðum upp heilbrigðiskerfið og innviðina. Að við sinntum því sem skiptir alla Íslendinga máli af trúmennsku. Af úrslitunum sjáum við að fólkið kom og kaus það sem við settum á oddinn: það valdi stefnufestu og stöðugleika og það hafnaði vinstri upplausn og óvissu. En það er ekki nóg að sigra kosningarnar. Eftirleikurinn er líka mikilvægur og það er ekki vandalaust að koma saman góðri ríkisstjórn. Í gær gekk ég á fund forseta Íslands og kynnti honum viðhorf okkar til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn á að verða kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Hann er bæði stærsti þingflokkurinn — með þriðjung þingheims innan sinna vébanda — og jafnframt eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Niðurstöður kosninganna gefa okkur tækifæri til þess að mynda þriggja flokka stjórn, þó það séu ýmsir kostir aðrir í stöðunni. Við höfum lagt áherslu á að við göngum til stjórnarmyndunar með opnum huga, það er ekki eftir neinu að bíða. Enn og aftur vil ég þakka fyrir allan stuðninginn og hjálpina. Bæði ég persónulega, fyrir hönd flokksins og okkar nýja þingflokks. Við erum á réttri leið og við ætlum alla leið! Með kærri kveðju, Bjarni Benediktsson Kosningar 2016 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir kjósendur hafa hafnað vinstri upplausn og óvissu í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn sé eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Þetta kemur fram í bréfi hans til flokksmanna í morgun. Bjarni segir niðurstöður kosninganna gefa flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn. Bjarni óskaði sem kunnugt er eftir umboði til að mynda ríkisstjórn á fundi sínum með forseta Íslands á Bessastöðum. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Bjarna í dag en án árangurs.Bréf Bjarna í heild sinni má sjá hér að neðanKæru félagar og vinir! Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í það hvað ég gleðst yfir úrslitum kosninganna. Tilfinningin var stórkostleg og hún mun án nokkurs vafa lita störf okkar inn í framtíðina, bæði í pólitíkinni og innra starfi flokksins. Kosningasigur okkar var byggður á ötulu og fórnfúsu starfi þúsunda sjálfstæðismanna um allt land. Hann byggðist á fólkinu sem talaði máli flokksins við félaga sína og fjölskyldu, bar út bæklinga, hringdi í fólk til áminningar, hellti upp á kaffi í kosningamiðstöðvum og skutlaði öldruðum ættingja á kjörstað. Fólkinu sem kom og kaus og einnig þeim sem létu sér „læka“ við flokkinn á Facebook. Það munaði um allt og það munaði um alla. Þakka ykkur kærlega fyrir alla hjálpina og traustið. Kosningabaráttan var stutt og snörp og við getum verið stolt af henni. Við komum fram af málefnafestu og heiðarleika; við töluðum skýrt um árangurinn sem við höfum náð og við töluðum skýrt um hvert við stefnum. Við gáfum ekki stór og óraunhæf loforð. Við lofuðum því einu, að við héldum okkar striki, treystum efnahagslífið frekar, byggðum upp heilbrigðiskerfið og innviðina. Að við sinntum því sem skiptir alla Íslendinga máli af trúmennsku. Af úrslitunum sjáum við að fólkið kom og kaus það sem við settum á oddinn: það valdi stefnufestu og stöðugleika og það hafnaði vinstri upplausn og óvissu. En það er ekki nóg að sigra kosningarnar. Eftirleikurinn er líka mikilvægur og það er ekki vandalaust að koma saman góðri ríkisstjórn. Í gær gekk ég á fund forseta Íslands og kynnti honum viðhorf okkar til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn á að verða kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Hann er bæði stærsti þingflokkurinn — með þriðjung þingheims innan sinna vébanda — og jafnframt eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Niðurstöður kosninganna gefa okkur tækifæri til þess að mynda þriggja flokka stjórn, þó það séu ýmsir kostir aðrir í stöðunni. Við höfum lagt áherslu á að við göngum til stjórnarmyndunar með opnum huga, það er ekki eftir neinu að bíða. Enn og aftur vil ég þakka fyrir allan stuðninginn og hjálpina. Bæði ég persónulega, fyrir hönd flokksins og okkar nýja þingflokks. Við erum á réttri leið og við ætlum alla leið! Með kærri kveðju, Bjarni Benediktsson
Kosningar 2016 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira