Friður og sátt Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. nóvember 2016 07:00 Þjóðin hafnaði vinstristjórn undir forystu Pírata með afgerandi hætti í alþingiskosningunum og Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna. Flokkurinn er með fyrsta mann kjörinn í öllum kjördæmum og tæplega þrjátíu prósenta fylgi þrátt fyrir klofningsframboð. Forseti Íslands fundaði í gær með öllum formönnum flokkanna. Engin stjórnskipunarvenja hefur löghelgast um að forsetinn þurfi að afhenda stærsta flokknum umboðið og engin venja heldur um að það sé „sigurvegari“ kosninganna. Forsetinn getur í raun hagað þessum málum dálítið eftir eigin höfði. Í þessu sambandi má ekki gleymast að flokkarnir gætu myndað stjórn án atbeina forseta og þá skiptir ekki máli hver fær umboðið. Í ljósi úrslita kosninganna hlýtur samt formaður Sjálfstæðisflokksins fyrstur að fá umboð til myndunar nýrrar stjórnar enda eru fáir möguleikar til stjórnarmyndunar í stöðunni án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, lét í ljós þá afstöðu á fundi forsetans í gær að hennar fyrsti kostur væri myndun fimm flokka stjórnar. Eftir kosningarnar hefur hún ítrekað lýst efasemdum um að VG og Sjálfstæðisflokkur geti unnið saman í ríkisstjórn í ljósi þess hversu langt þessir flokkar eru frá hvor öðrum í hugmyndafræðilegu tilliti. Það verður mjög erfitt fyrir Katrínu að „selja“ slíka hugmynd innan raða eigin flokksmanna. Vera kann að hún horfi einnig til lærdóma sögunnar. Margir líta svo á að upphafið að endinum hjá Samfylkingunni hafi falist í stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum árið 2007. Þetta hafi verið koss dauðans því Samfylkingin hafi verið stofnuð í þeim tilgangi að sameina jafnaðarmenn og búa til sterkt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær var greint frá því að óformleg samtöl hefðu átt sér stað milli Bjarna Benediktssonar og Óttarrs Proppé, formanns Bjartrar framtíðar. Ef að baki slíkum samtölum býr einlægur ásetningur til myndunar ríkisstjórnar með breiðri skírskotun er ástæða til bjartsýni því þjóðin þarf frið, stöðugleika og sátt. Ef Bjarni Benediktsson býr yfir réttsýni og stjórnvisku þá sýnir hann auðmýkt og virðir þau tæplega sextíu prósent þjóðarinnar sem höfnuðu núverandi ríkisstjórn. Vera kann að hann verði að mynda ríkisstjórn án þátttöku Framsóknarflokksins til að ná slíkri sátt. Það er engum vafa undirorpið að hann styrkir sjálfan sig pólitískt og styrkir ímynd sína í íslensku samfélagi ef hann myndar ríkisstjórn inn á miðjuna án þátttöku Framsóknar. Bjarna er hins vegar vandi á höndum því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar lafir bara á einum þingmanni. Bjarni útilokaði slíkt í raun óbeint með ummælum um sterka ríkisstjórn á RÚV á sunnudagskvöld. Í slíku felst líka afar mikil pólitísk áhætta því einn þingmaður hefði líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér allt kjörtímabilið. Að þessu sögðu er staðan flókin. Vera kann að lausnin á vandanum felist í samtölum VG og Sjálfstæðisflokksins. Menn þurfa stundum að kyngja hugmyndafræðilegu stolti til að tryggja frið, stöðugleika og sátt í samfélaginu.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Þjóðin hafnaði vinstristjórn undir forystu Pírata með afgerandi hætti í alþingiskosningunum og Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna. Flokkurinn er með fyrsta mann kjörinn í öllum kjördæmum og tæplega þrjátíu prósenta fylgi þrátt fyrir klofningsframboð. Forseti Íslands fundaði í gær með öllum formönnum flokkanna. Engin stjórnskipunarvenja hefur löghelgast um að forsetinn þurfi að afhenda stærsta flokknum umboðið og engin venja heldur um að það sé „sigurvegari“ kosninganna. Forsetinn getur í raun hagað þessum málum dálítið eftir eigin höfði. Í þessu sambandi má ekki gleymast að flokkarnir gætu myndað stjórn án atbeina forseta og þá skiptir ekki máli hver fær umboðið. Í ljósi úrslita kosninganna hlýtur samt formaður Sjálfstæðisflokksins fyrstur að fá umboð til myndunar nýrrar stjórnar enda eru fáir möguleikar til stjórnarmyndunar í stöðunni án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, lét í ljós þá afstöðu á fundi forsetans í gær að hennar fyrsti kostur væri myndun fimm flokka stjórnar. Eftir kosningarnar hefur hún ítrekað lýst efasemdum um að VG og Sjálfstæðisflokkur geti unnið saman í ríkisstjórn í ljósi þess hversu langt þessir flokkar eru frá hvor öðrum í hugmyndafræðilegu tilliti. Það verður mjög erfitt fyrir Katrínu að „selja“ slíka hugmynd innan raða eigin flokksmanna. Vera kann að hún horfi einnig til lærdóma sögunnar. Margir líta svo á að upphafið að endinum hjá Samfylkingunni hafi falist í stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum árið 2007. Þetta hafi verið koss dauðans því Samfylkingin hafi verið stofnuð í þeim tilgangi að sameina jafnaðarmenn og búa til sterkt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær var greint frá því að óformleg samtöl hefðu átt sér stað milli Bjarna Benediktssonar og Óttarrs Proppé, formanns Bjartrar framtíðar. Ef að baki slíkum samtölum býr einlægur ásetningur til myndunar ríkisstjórnar með breiðri skírskotun er ástæða til bjartsýni því þjóðin þarf frið, stöðugleika og sátt. Ef Bjarni Benediktsson býr yfir réttsýni og stjórnvisku þá sýnir hann auðmýkt og virðir þau tæplega sextíu prósent þjóðarinnar sem höfnuðu núverandi ríkisstjórn. Vera kann að hann verði að mynda ríkisstjórn án þátttöku Framsóknarflokksins til að ná slíkri sátt. Það er engum vafa undirorpið að hann styrkir sjálfan sig pólitískt og styrkir ímynd sína í íslensku samfélagi ef hann myndar ríkisstjórn inn á miðjuna án þátttöku Framsóknar. Bjarna er hins vegar vandi á höndum því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar lafir bara á einum þingmanni. Bjarni útilokaði slíkt í raun óbeint með ummælum um sterka ríkisstjórn á RÚV á sunnudagskvöld. Í slíku felst líka afar mikil pólitísk áhætta því einn þingmaður hefði líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér allt kjörtímabilið. Að þessu sögðu er staðan flókin. Vera kann að lausnin á vandanum felist í samtölum VG og Sjálfstæðisflokksins. Menn þurfa stundum að kyngja hugmyndafræðilegu stolti til að tryggja frið, stöðugleika og sátt í samfélaginu.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun