Fyrrverandi ráðherra segir fjölflokkastjórn geta skilað miklum árangri Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2016 20:07 Fyrrverandi ráðherra í síðustu fimm flokka ríkisstjórninni sem var við völd í landinu segir fjölflokka stjórn vel geta starfað og náð árangri. Sú stjórn hafi meðal annars komið að þjóðarsáttarsamningunum sem færði niður verðbólgu í landinu eftir langt óðaverðbólgutímabil. Svavar Gestsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið var meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínan á Stöð 2 í hádeginu í dag. Hann varð ráðherra í stjórn Steingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins sem studd var af fimm flokkum á árunum 1988 til 1991. Seigla þeirrar stjórnar var meðal annars skrifuð á hæfileika Steingríms til að sætta ólík sjónarmið. Höskuldur Kári Schram stjórnandi Víglínunnar spurði Svavar hvort þyrfti mjög sterkan leiðtoga til að stjórn sem þessi gengi upp. „Ég myndi fyrst og fremst segja laginn leiðtoga. Hann var laginn að tala við fólk þegar upp komu vandamál og erfiðleikar. Sem alltaf gerist. Hann hafði t.d. lag á því að tala við okkur Ólaf Ragnar (Grímsson) sinn í hvoru lagi þótt við værum úr sama flokknum. Af því flokkurinn var dálítið klofinn á þeim tíma,“ segir Svavar. Þrátt fyrir fjölda flokka hafi þessi ríkisstjórn komið miklu í verk og meðal annars komið að þjóðarsáttinni milli stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Bændasamtakanna. „Sem í raun og veru tók niður verðbólguna. Þessa hryllilegu verðbólgu sem við höfðum átt við að stríða í um áratuga skeið þangað til. Hún stofnaði umhverfisráðuneytið og gerði þannig marga mjög góða hluti og kláraði kjörtímabilið. Þetta tal um að fjölflokka stjórnir séu séu vondar held ég að eigi rætur að rekja til Sjálfstæðisflokksins. Ég held að þeir vilji gjarnan telja þjóðinni trú um það,“ segir Svavar. Af tuttugu og einni ríkisstjórn sem stofnað hafi verið til á lýðveldistímanum hafi sjö ekki klárað kjörtímabilið. Þar af fimm tveggja flokka stjórnir með Sjálfstæðisflokknum. Líf ríkisstjórna ráðist af þeim málefnum sem tekist sé á um og glíma þurfi við ásamt trausti á milli fólks, en ekki fjölda flokka. „Og ég held að stjórnin sem verður mynduð núna eftir þessar kosningar; ef hún yrði svona fjölflokkastjórn, líkist að sumu leyti þjóðstjórn. Ég meina hún er að takast á við verkefni sem er mikil samstaða um í samfélaginu. Það er að segja styrkja innviðina, heilbrigðismál, menntamál, löggæslu og fleira og fleira. Svo yrði hún auðvitað mynduð í framhaldi af Panamaumræðunni og skattsvikaumræðunni. Hún verður að taka á þeim málum líka. Um þessa hluti er mikil samstaða,“ sagði Svavar Gestsson. Kosningar 2016 Víglínan Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra í síðustu fimm flokka ríkisstjórninni sem var við völd í landinu segir fjölflokka stjórn vel geta starfað og náð árangri. Sú stjórn hafi meðal annars komið að þjóðarsáttarsamningunum sem færði niður verðbólgu í landinu eftir langt óðaverðbólgutímabil. Svavar Gestsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið var meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínan á Stöð 2 í hádeginu í dag. Hann varð ráðherra í stjórn Steingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins sem studd var af fimm flokkum á árunum 1988 til 1991. Seigla þeirrar stjórnar var meðal annars skrifuð á hæfileika Steingríms til að sætta ólík sjónarmið. Höskuldur Kári Schram stjórnandi Víglínunnar spurði Svavar hvort þyrfti mjög sterkan leiðtoga til að stjórn sem þessi gengi upp. „Ég myndi fyrst og fremst segja laginn leiðtoga. Hann var laginn að tala við fólk þegar upp komu vandamál og erfiðleikar. Sem alltaf gerist. Hann hafði t.d. lag á því að tala við okkur Ólaf Ragnar (Grímsson) sinn í hvoru lagi þótt við værum úr sama flokknum. Af því flokkurinn var dálítið klofinn á þeim tíma,“ segir Svavar. Þrátt fyrir fjölda flokka hafi þessi ríkisstjórn komið miklu í verk og meðal annars komið að þjóðarsáttinni milli stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Bændasamtakanna. „Sem í raun og veru tók niður verðbólguna. Þessa hryllilegu verðbólgu sem við höfðum átt við að stríða í um áratuga skeið þangað til. Hún stofnaði umhverfisráðuneytið og gerði þannig marga mjög góða hluti og kláraði kjörtímabilið. Þetta tal um að fjölflokka stjórnir séu séu vondar held ég að eigi rætur að rekja til Sjálfstæðisflokksins. Ég held að þeir vilji gjarnan telja þjóðinni trú um það,“ segir Svavar. Af tuttugu og einni ríkisstjórn sem stofnað hafi verið til á lýðveldistímanum hafi sjö ekki klárað kjörtímabilið. Þar af fimm tveggja flokka stjórnir með Sjálfstæðisflokknum. Líf ríkisstjórna ráðist af þeim málefnum sem tekist sé á um og glíma þurfi við ásamt trausti á milli fólks, en ekki fjölda flokka. „Og ég held að stjórnin sem verður mynduð núna eftir þessar kosningar; ef hún yrði svona fjölflokkastjórn, líkist að sumu leyti þjóðstjórn. Ég meina hún er að takast á við verkefni sem er mikil samstaða um í samfélaginu. Það er að segja styrkja innviðina, heilbrigðismál, menntamál, löggæslu og fleira og fleira. Svo yrði hún auðvitað mynduð í framhaldi af Panamaumræðunni og skattsvikaumræðunni. Hún verður að taka á þeim málum líka. Um þessa hluti er mikil samstaða,“ sagði Svavar Gestsson.
Kosningar 2016 Víglínan Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira