Bjartsýni ríkir eftir fundarhöld flokkanna fimm Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. nóvember 2016 17:58 Það skýrist á morgun hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundaði með formönnum flokkanna í dag og gætti bjartsýni í hópnum að fundi loknum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag og bauð Katrín formönnum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Viðreisnar til fundarins ásamt fleiri fulltrúum flokkanna. Fundurinn stóð í um tvo og hálfan tíma og var hljóðið gott í fundarmönnum að honum loknum. „Þetta var góður fundur. Það var gott að sjá allt þetta fólk saman. Þetta eru náttúrulega margir flokkar. Við fórum bara vítt og breitt,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Formaður Viðreisnar telur að flokkarnir eigi að geta náð saman um flest mál. „Það var ekkert óyfirstíganlegt á þessum fundi en auðvitað er munur og það var vitað fyrir fram en andinn var mjög góður,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Í sama streng tekur þingmaður Pírata. „Auðvitað einhver atriði sem ekki allir eru algjörlega sammála um en við trúðum því, allavegana það var mín tilfinning, að við gætum komist mjög auðveldlega í gengum þau mál,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata. Formaður Samfylkingarinnar er einnig bjartsýnn eftir fundinn á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn saman. „Við getum auðvitað unnið saman já já en það þarf auðvitað útsjónarsemi til þess að ná málamiðlun í einhverjum málum,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir segir að farið hafi verið yfir mörg mál á fundinum. „Við erum búin að sitja hér og fara yfir ýmis stór mál. Heilbrigðismál, skattamál, sjávarútvegsmál, stjórnarskrármál og fleiri mál og þetta var bara jákvæður og góður fundur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín hefur boðað fund með formönnum/fulltrúm Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar á morgun sunnudag í forsætisnefndarherbergi Alþingis klukkan eitt. „Það sem gerist næst er að við förum til baka í okkar bakland, okkar þingflokka, förum yfir stöðuna, og síðan ætla formenn flokkanna eða fulltrúar að hittast á morgun,“ segir Katrín. Eftir þann fund skýrist hvort að hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm. Hún segir að að ef ákveðið verði að hefja viðræður þurfi þær að ganga hratt. „Það liggur fyrir að ég þarf að upplýsa forsetann um það eftir helgi hver staðan er en eins og ég segi ef ákveðið er að fara í formlegar viðræður þá getum við ekki látið þær taka of langan tíma en það tekur þó alltaf einhverja daga,“ segir Katrín. Kosningar 2016 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Það skýrist á morgun hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundaði með formönnum flokkanna í dag og gætti bjartsýni í hópnum að fundi loknum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag og bauð Katrín formönnum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Viðreisnar til fundarins ásamt fleiri fulltrúum flokkanna. Fundurinn stóð í um tvo og hálfan tíma og var hljóðið gott í fundarmönnum að honum loknum. „Þetta var góður fundur. Það var gott að sjá allt þetta fólk saman. Þetta eru náttúrulega margir flokkar. Við fórum bara vítt og breitt,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Formaður Viðreisnar telur að flokkarnir eigi að geta náð saman um flest mál. „Það var ekkert óyfirstíganlegt á þessum fundi en auðvitað er munur og það var vitað fyrir fram en andinn var mjög góður,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Í sama streng tekur þingmaður Pírata. „Auðvitað einhver atriði sem ekki allir eru algjörlega sammála um en við trúðum því, allavegana það var mín tilfinning, að við gætum komist mjög auðveldlega í gengum þau mál,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata. Formaður Samfylkingarinnar er einnig bjartsýnn eftir fundinn á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn saman. „Við getum auðvitað unnið saman já já en það þarf auðvitað útsjónarsemi til þess að ná málamiðlun í einhverjum málum,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir segir að farið hafi verið yfir mörg mál á fundinum. „Við erum búin að sitja hér og fara yfir ýmis stór mál. Heilbrigðismál, skattamál, sjávarútvegsmál, stjórnarskrármál og fleiri mál og þetta var bara jákvæður og góður fundur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín hefur boðað fund með formönnum/fulltrúm Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar á morgun sunnudag í forsætisnefndarherbergi Alþingis klukkan eitt. „Það sem gerist næst er að við förum til baka í okkar bakland, okkar þingflokka, förum yfir stöðuna, og síðan ætla formenn flokkanna eða fulltrúar að hittast á morgun,“ segir Katrín. Eftir þann fund skýrist hvort að hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm. Hún segir að að ef ákveðið verði að hefja viðræður þurfi þær að ganga hratt. „Það liggur fyrir að ég þarf að upplýsa forsetann um það eftir helgi hver staðan er en eins og ég segi ef ákveðið er að fara í formlegar viðræður þá getum við ekki látið þær taka of langan tíma en það tekur þó alltaf einhverja daga,“ segir Katrín.
Kosningar 2016 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira