Teikningar, skissur og skreytingar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 10:15 Teikningar Lothars Grund af innanhússhönnun á Hótel Sögu. Vísir/Ernir „Hér eru verk sem almenningur hefur hreinlega aldrei séð og kannski ekki haft vitneskju um. Sum þeirra eru vinnuskissur og forvitnileg skólaverk. Þetta er fjölbreytt sýning hvað snertir tíma og tækni og hún ætti að höfða til margra.“ Þetta segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, um sýninguna Á pappír – Skissur og teikningar hönnuða og myndlistarmanna sem þar er opnuð í dag klukkan 15. Verkin eru frá síðustu öld,frá þriðja áratug til þess sjöunda. Þau eru eftir Jónas Sólmundsson (1905-1983), Jón Kristinsson eða Jónda (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), Lothar Grund (1923-1995), Stefán Jónsson (1913-1989) og Sverri Haraldsson (1930-1985).Ein af teikningum Jónasar Sólmundssonar.Einkennisverk sýningarinnar er teikning af svefnherbergishúsgögnum eftir Jónas Sólmundsson. Hann á fleiri fínar teikningar á sýningunni frá námsárunum í Þýskalandi og sýnir tímabilið þegar módernisminn er að ryðja sér til rúms í húsgagnagerðinni, að sögn Hörpu. „Svo erum við með Lothar Grund sem flutti hingað til lands frá Þýskalandi og bjó hér á 6. og 7. áratugnum. Hann var menntaður leiktjaldahönnuður, lærði síðan innanhússhönnun og var líka myndlistarmaður. Lothar vann mikið fyrir Þorvald í Síld og fisk sem meðal annars byggði Hótel Sögu. Við erum með teikningar eftir hann af innviðum Hótel Sögu, skreytingum og tillögum. Dýrahringurinn í loftinu í Grillinu er verk hans, barirnir og fleira flott. Þetta er ein af fréttunum í sýningunni.“ Annað sem er líka óvænt. Það er að Sverrir Haraldsson sem við þekkjum sem myndlistarmann lagði þá grein til hliðar árin 1955 til 1957 og fór að fást við auglýsingateiknun. Teiknaði mikið fyrir Mjólkursamsöluna, gerði litatillögur fyrir hana að bílum og fyrir Skarphéðin Jóhannsson arkitekt að húsum. Líka bókarkápur fyrir ýmsa höfunda. Það er gaman að skoða þessi verk Sverris því hann er alltaf að leika sér með sama formið. Hann segir í viðtali frá þessum tíma að í svona auglýsingahönnun sé abstraktsjónin gerð aðgengileg almenningi.“Harpa Þórsdóttir framkvæmdastjóri Hönnunarsafnsins.Stefán Jónsson arkitekt var auglýsingateikari áður en hann gerðist arkitekt. „Stefán er maður tveggja tíma,“ segir Harpa. Hann teiknaði annars vegar merki fyrir nýstofnað lýðveldi og er þar í þjóðernisrómantíkinni en hins vegar beitir hann beinskeyttu myndmáli og ávarpandi texta í öðru verki sem er auglýsing.“ Kristín Þorkelsdóttir er eini núlifandi hönnuðurinn sem á verk á sýningunni. Það eru auglýsingar sem sýndar voru í bíóum um 1960. „Við erum á sýningunni að skoða hvernig auglýsingum var komið á framfæri og verk Kristínar eru gott dæmi um hvernig tæknin þróaðist,“ segir Harpa. „Þá er líka gaman að tala um hann Jónda, Jón í Lambey. Hann teiknaði fyrir Rafskinnu í áratugi, Rafskinna var rafdrifin auglýsingabók sem fletti sér sjálf. Safnið á nokkrar slíkar og þar er verið að auglýsa Dagblaðið Vísi.“ Það voru Ástríður Magnúsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir sem völdu verkin á sýninguna og um útlit og uppsetningu sá Helgi Már Kristinsson. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016. Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Hér eru verk sem almenningur hefur hreinlega aldrei séð og kannski ekki haft vitneskju um. Sum þeirra eru vinnuskissur og forvitnileg skólaverk. Þetta er fjölbreytt sýning hvað snertir tíma og tækni og hún ætti að höfða til margra.“ Þetta segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, um sýninguna Á pappír – Skissur og teikningar hönnuða og myndlistarmanna sem þar er opnuð í dag klukkan 15. Verkin eru frá síðustu öld,frá þriðja áratug til þess sjöunda. Þau eru eftir Jónas Sólmundsson (1905-1983), Jón Kristinsson eða Jónda (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), Lothar Grund (1923-1995), Stefán Jónsson (1913-1989) og Sverri Haraldsson (1930-1985).Ein af teikningum Jónasar Sólmundssonar.Einkennisverk sýningarinnar er teikning af svefnherbergishúsgögnum eftir Jónas Sólmundsson. Hann á fleiri fínar teikningar á sýningunni frá námsárunum í Þýskalandi og sýnir tímabilið þegar módernisminn er að ryðja sér til rúms í húsgagnagerðinni, að sögn Hörpu. „Svo erum við með Lothar Grund sem flutti hingað til lands frá Þýskalandi og bjó hér á 6. og 7. áratugnum. Hann var menntaður leiktjaldahönnuður, lærði síðan innanhússhönnun og var líka myndlistarmaður. Lothar vann mikið fyrir Þorvald í Síld og fisk sem meðal annars byggði Hótel Sögu. Við erum með teikningar eftir hann af innviðum Hótel Sögu, skreytingum og tillögum. Dýrahringurinn í loftinu í Grillinu er verk hans, barirnir og fleira flott. Þetta er ein af fréttunum í sýningunni.“ Annað sem er líka óvænt. Það er að Sverrir Haraldsson sem við þekkjum sem myndlistarmann lagði þá grein til hliðar árin 1955 til 1957 og fór að fást við auglýsingateiknun. Teiknaði mikið fyrir Mjólkursamsöluna, gerði litatillögur fyrir hana að bílum og fyrir Skarphéðin Jóhannsson arkitekt að húsum. Líka bókarkápur fyrir ýmsa höfunda. Það er gaman að skoða þessi verk Sverris því hann er alltaf að leika sér með sama formið. Hann segir í viðtali frá þessum tíma að í svona auglýsingahönnun sé abstraktsjónin gerð aðgengileg almenningi.“Harpa Þórsdóttir framkvæmdastjóri Hönnunarsafnsins.Stefán Jónsson arkitekt var auglýsingateikari áður en hann gerðist arkitekt. „Stefán er maður tveggja tíma,“ segir Harpa. Hann teiknaði annars vegar merki fyrir nýstofnað lýðveldi og er þar í þjóðernisrómantíkinni en hins vegar beitir hann beinskeyttu myndmáli og ávarpandi texta í öðru verki sem er auglýsing.“ Kristín Þorkelsdóttir er eini núlifandi hönnuðurinn sem á verk á sýningunni. Það eru auglýsingar sem sýndar voru í bíóum um 1960. „Við erum á sýningunni að skoða hvernig auglýsingum var komið á framfæri og verk Kristínar eru gott dæmi um hvernig tæknin þróaðist,“ segir Harpa. „Þá er líka gaman að tala um hann Jónda, Jón í Lambey. Hann teiknaði fyrir Rafskinnu í áratugi, Rafskinna var rafdrifin auglýsingabók sem fletti sér sjálf. Safnið á nokkrar slíkar og þar er verið að auglýsa Dagblaðið Vísi.“ Það voru Ástríður Magnúsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir sem völdu verkin á sýninguna og um útlit og uppsetningu sá Helgi Már Kristinsson. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira