Innlent

Pendúllinn myndar ríkisstjórn: Trump ögrað og óvæntur utanþingsráðherra

Snærós Sindradóttir skrifar
Það eru þrjár vikur frá kosningum og nú þegar hefur fjarað undan einum stjórnarmyndunarviðræðum.

Þáttastjórnendur Pendúlsins, Snærós Sindradóttir, Stefán Óli Jónsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fara yfir hvað fór úrskeiðis í stjórnarmyndunarviðræðum ACiD stjórnarinnar, spyrja sig hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn var ekki hrifinn af jafnlaunaáætlunum Viðreisnar og hvað valdi því að Evrópumálin séu skyndilega orðin svona mikilvæg aftur.

 

Katrín Jakobsdóttir rembist við að mynda nýja ríkisstjórn en hvað stendur í vegi fyrir því að fimm flokkar nái að vinna saman? Á Framsóknarflokkurinn einhvern sjéns? 

Í lok þáttarins mynda stjórnendur nýja ríkisstjórn, skipta upp og úthluta ráðuneytum með áhugaverðu tvisti. Hver verður fenginn inn sem nýr utanþingsráðherra? Hvaða ráðuneyti fá Píratar og hvað getur Viðreisn farið fram á?

Pendúllinn útdeilir þessum ráðuneytum. Glöggir lesendur taka eftir að þarna er nýtt ráðuneyti í burðarliðnum

Forsætisráðuneytið 

Utanríkisráðuneytið 

Fjármálaráðuneytið 

Dómsmálaráðuneytið 

Innviðaráðuneytið 

Atvinnuvegaráðuneyti

Umhverfisráðuneyti 

Heilbrigðisráðuneyti 

Félagsmálaráðuneyti

Menntamálaráðuneyti



Pendúllinn er vikulegur hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru brotnar til mergjar. 

Pendúllinn er aðgengilegur á hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. á iTunesPocket Casts eða Podcast Addict. Til að finna þáttinn er best að leita einfaldlega undir nafninu Pendúllinn.




Tengdar fréttir

Draumur Benedikts, stólaleikurinn og kóngarnir á miðjunni

Það er vika liðin frá kosningum og enn hafa engir flokkar hafið formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Þáttastjórnendur Pendúlsins, Snærós Sindradóttir, Stefán Rafn Sigurbjörnsson og gestur þáttarins, Útsvars-tröllið Jóhann Óli Eiðsson, fóru yfir pólitísku ómöguleikana og spáðu fyrir um það hvaða leiðtogi mun fyrstur gefa eftir málefni sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×