Innlent

Katrín: Bjartsýn en á sama tíma raunsæ eftir daginn

Sunna Karen SIgurþórsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. vísir/hanna
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist bjartsýn en á sama tíma raunsæ eftir daginn, en hún fundaði í dag með forystufólki allra flokka á Alþingi, eftir að hafa tekið við stjórnarmyndunarumboðinu.

„Ég held það séu góðir möguleikar, en það eru líka ágreiningsefni. Við þurfum að innstilla okkur á að kortleggja stöðuna, hvar liggja sameiginlegar línur og meta möguleikana á framhaldinu,“ segir Katrín.

Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort hægt verði að hefja formlegar viðræður á mánudag.

„Það er of snemmt að segja til um það en þetta er ákveðin nýlunda að stjónarmyndunarviðræður séu með þessum hætti. Þ.e að eiga samtöl við alla flokka.“

Þingflokkur VG mun hittast síðar í kvöld og fara yfir stöðuna. „Svo förum við betur yfir það á morgun til að kortleggja stöðuna, heyra aftur í fólki, nýta helgina, og svo þurfum við að svara því eftir helgi,“ segir Katrín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×