Sport

Conor ekki bestur pund fyrir pund hjá UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor McGregor um síðustu helgi.
Conor McGregor um síðustu helgi. vísir/getty
Þó svo Conor McGregor sé nú handhafi tveggja belta hjá UFC dugir það ekki til að koma honum á topp pund fyrir pund listans hjá UFC.

Conor fór upp um tvö sæti á pund fyrir pund listanum og er nú í öðru sæti á eftir Demetrious Johnson sem er meistari í fluguvigt.

Eftir sigur Conor á Eddie Alvarez í léttvigtinni datt Alvarez niður í þriðja sæti listans. Khabib Nurmagomedov er nú efstur á lista en meistari hvers flokks er ekki í neinu sæti.

Gunnar Nelson er sem fyrr í 12. sæti í veltivigtinni en Stephen Thompson er þar kominn upp í fyrsta sætið á kostnað Robbie Lawler.

Kelvin Gastelum fellur um þrjú sæti og niður í áttunda sætið en hann mun aldrei fá að keppa aftur í vigtinni að því er Dana White, forseti UFC, segir. Gastelum er iðulega í vandræðum með að ná vigt í flokknum.

MMA

Tengdar fréttir

Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband

Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York.

Conor McGregor tvöfaldur meistari

UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×