Innlent

Katrín þreifar á flokkunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hyggst funda með leiðtogum allra flokka í dag, eftir að Guðni Th. Jóhannesson afhenti henni umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum í gær. Hún mun funda með flokkunum í öfugri stærðarröð - byrja á þeim minnsta og enda á þeim stærsta.

Fundirnir fara fram í forsetaherbergi Alþingis, en Katrín mun svara fyrirspurnum blaðamanna að öllum fundum loknum.

Hér að neðan munum við fylgjast með gestaganginum í dag.

Katrín fundar fyrst með fulltrúum Samfylkingarinnar, formanninum Loga Má Einarssyni og Oddnýju Harðardóttur. Sá fundur hófst klukkan 9:30. Tveimur tímum síðar er fyrrhugaður fundur með formönnum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, þeim Óttari Proppé og Benedikt Jóhannessyni.

Katrín fundar svo með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar, klukkan 14, fulltrúum Pírata klukkan 15:30 og loks Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokks, klukkan 17.

Dagskrá Katrínar Jakobsdóttur:

09.30 Samfylkingin

11.30 Björt framtíð og Viðreisn

14.00 Framsóknarflokkur

15.30 Píratar

17.00 Sjálfstæðisflokkur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×