Nintendo kynnir nýjan Super Mario til leiks Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2016 13:14 Fyrirtækið Nintendo hefur kynnt nýjan Super Mario leik fyrir snjalltæki. Leikurinn ber heitið Super Mario Run og verður hann eingöngu fáanlegur fyrir snjalltæki Apple í fyrstu. Þá verður leikurinn ókeypis, en aðeins að vissu leyti. Hann kemur út þann 15. desember. Samstarf Nintendo og Apple var kynnt á kynningu Apple í september. Þá mætti leikjahönnuðurinn Shigeru Miyamoto á svið og tilkynnti leikinn opinberblega. Um er að ræða verulega stefnubreytingu fyrir fyrirtækið sem hingað til hefur ekki viljað koma nálægt snjalltækjamarkaðinum. Leikurinn Pokemon Go, er sagður hafa snúið forsvarsmönnum Nintendo í átt að þeim markaði. Eftir útgáfu Pokemon Go hækkuðu hlutabréf Nintendo verulega mikið í verði, áður en í ljós koma að fyrirtækið kom lítið sem ekkert að leiknum. Hægt verður að sækja leikinn án þess að borga fyrir hann. Hins vegar verður einungis hægt að spila lítinn hluta hans, en það kostar 9,99 dali að opna hann að fullu. Leikjavísir Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Fyrirtækið Nintendo hefur kynnt nýjan Super Mario leik fyrir snjalltæki. Leikurinn ber heitið Super Mario Run og verður hann eingöngu fáanlegur fyrir snjalltæki Apple í fyrstu. Þá verður leikurinn ókeypis, en aðeins að vissu leyti. Hann kemur út þann 15. desember. Samstarf Nintendo og Apple var kynnt á kynningu Apple í september. Þá mætti leikjahönnuðurinn Shigeru Miyamoto á svið og tilkynnti leikinn opinberblega. Um er að ræða verulega stefnubreytingu fyrir fyrirtækið sem hingað til hefur ekki viljað koma nálægt snjalltækjamarkaðinum. Leikurinn Pokemon Go, er sagður hafa snúið forsvarsmönnum Nintendo í átt að þeim markaði. Eftir útgáfu Pokemon Go hækkuðu hlutabréf Nintendo verulega mikið í verði, áður en í ljós koma að fyrirtækið kom lítið sem ekkert að leiknum. Hægt verður að sækja leikinn án þess að borga fyrir hann. Hins vegar verður einungis hægt að spila lítinn hluta hans, en það kostar 9,99 dali að opna hann að fullu.
Leikjavísir Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira